Niðurlægjum konur

Ótrúlega er það góð hugmynd hjá viðskiptaráðherra að sett verði lög um það hvernig hlutafélög kjósa í stjórnir. Líklega er það  farsælast fyrir íslensk fyrirtæki að afnema lýðræði á hluthafafundum og örugglega er það best í jafnréttisbaráttunni að neyða menn til að kjós ekki þann besta heldur eftir kyni. Frekar þann versta en þann næstbesta sagði Snæfríður.

Næst verður auðvitað gerð krafa um að við norðanmenn fáum okkar hlutdeild í stjórnum fyrirtækja sem og Ísfirðingar (það er ekki nauðsynlegt að fólk að austan fái að fylgja með, þar sem Austfirðingar fengu álver). Auðvitað er eðlilegt að KR fái fulltrúa í stjórnum helstu hlutafélaga, enda í minnihluta meðal áhagenda íslenskra íþróttafélaga. Það er einnig eðlilega að viðskiptaráðherra hgi að nýbúum þegar hann leggur fram frumvarp sitt til laga.

Kynjakvóti er niðurlægjandi og ég þekki enga konu sem er fylgjandi opinberum tilskipunum í þeim efnum. Það kann að vera að það hafi gengið hægt á undanförnum árum, en ég er sannfærður um að að komandi árum muni hlutur kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja stóraukast - ekki vegna tilskipana hins opinbera heldur vegna þess að fyrirtækin leita að hæfustu einstaklingunum til að styrkja samkeppnishæfni sína. Hlutafélög sem skipulega ganga gegn konum munu verða undir í samkeppninni.

Viðskiptaráðherra er því á villigötum þegar hann telur að setja eigi lög af þessu tagi.. Hann misskilur hlutverk sitt.


mbl.is Kynjakvóti bundinn í lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála!!!

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.1.2008 kl. 16:35

2 identicon

Finnst þér ekkert niðurlægjandi fyrir konur að þær komist ekki að í stjórnum fyrirtækja vegna óskráðs kynjakvóta sem hljóðar upp á að þar sitji bara karlar?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:52

3 identicon

Hjartanlega sammála þér Óli Björn.   Ég þekki heldur enga konu sem er hlynt kvótakerfi.  Slíkt er vanvirða við hæfar konur sem nóg er til af. 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Sóley, jú mér finnst það niðurlægjandi fyrir konur að þær hafi ekki dug í að koma sér í stjórn fyrirtækja.

En ég held að mín kynslóð eigi eftir að plumma sig betur, þessi aumingjaháttur er hverfandi þar.

Afhverju í ósköpunum ætti að vera óskráður kynjakvóti sem hallar að köllum?

Það sér það hver "maður" að það er lélegt viðskipavit að velja eftir kyni í stjórn fyrirtækja.

Að segja "tölurnar gefa það til kynna" er rangt.

Það spilar miklu meira inn í þetta, aldur, reynsla, tími osfr.

Baldvin Mar Smárason, 31.1.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Varð að bæta 1 við.

Karlar eru fleiri en konur í öllum atvinnugreinum nema í flokki fyrirtækja í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum. Þar eru konur nærri tveir þriðju starfsmanna. Þá hefur hópur kvenstjórnenda nær tvöfaldast á einum áratug og eru þær nú tæpur fjórðungur stjórnenda.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item188842/

Voðalega eiga konnur bátt.

Tvöfaldast á einum áratug, það finnst mér andskoti gott.

Hver langur ætli starfsaldur stjórnarformanna sé? öruglega meiri en 10 ár.

Segi eins og margir aðrir á þessu bloggi, það er markvíst verið að aumingjavæða konur.

Í gamla daga var sagt, "þegi-þú", brostu og eldaðu

Núna er sagt, "þegi-þú", gefstu upp og leyfðu mér að hjálpa þér.

Konur látið ekki bjóða ykkur svona!

Baldvin Mar Smárason, 31.1.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég er sámmála þér og velti fyrir mér jafnframt hvert þáttökuhlutfall kvenna sé í fyrirtækjarekstri og stjórnmálum. Finnst eðlilegt að hlutfall í stjórnunarstöðum endurspegli það. Þó er það kvennanna sjálfra að vinna sig upp og ota sér áfram, rétt eins og hjá körlunum.

Nú ef ekki. Þá er kannski spurning um að létta meira undir því fólki sem þá býr augsýnilega við örorku, að vera kvenkyns. Ef sértækar aðferðir þarf til að aðstoða hóp fólks sem ekki er í minnihluta, hlýtur eitthvað að vera að.

Ég mæli með hlutum eins og tvíbreiðum bílastæðum, svo eitthvað sé nefnt.

Brjánn Guðjónsson, 31.1.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

"Það kann að vera að það hafi gengið hægt á undanförnum árum..."

KANN að vera?

Svala Jónsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:27

8 identicon

Þetta er misskilningur hjá þér !!

Viðskiptaráðherra talaði ekki á þessum nótum og lítur á slíka löggjöf sem neyðarúrræði. Hann er ekki að misskilja neitt. Ég var á fundinum og heyrði hvað hann sagði.

Ekki allar konur vilja sitja í stjórnum með mönnum sem stunda ógegnsæ vinnubrögð enda flýja konur slíkar karlaklíkur ( Inga Jóna t.d.) nema þá þeim sem er greitt fyrir að fara og múlbinda sig til þess að þegja. Sennilega óttast þessir gaurar málgleði kvenna...

Fyrst þarf að sjá til þess að stjórnir fari að lögum um stjórnarhætti og svo er ef til vill von um að konur hafi áhuga. Karlaklíkur sem einkenna fyrirtæki á markaði í dag eru sprenghlægilegar og snúast mest um að klappa réttum körlum á réttum stundum. Svo er mikilvægt að eiga mörg hnífasett.

En Björgvin er með á nótunum og þetta er misskilningur hjá þér.

Það er verið að niðurlægja hluthafa fyrst og fremst. Fáar konur tjá sig um viðskiptalífið á karllægan hátt og þær sem það gera eru kallaðar frekjur, óalandi og óferjandi. Þær eru niðurlægðar með því að menn forðast þær. Það er mín skoðun.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:45

9 Smámynd: Óli Björn Kárason

Sóley: Hvað mér finnst skiptir líklega engu fyrir konur. Það eina sem ég segi er að fólk á að vera metið að verðleikum, óháð kyni, trú, kynhneigð og kynþætti. Það á að meta einstaklinginn ekki kynið hvað þá annað. Við hljótum að vera sammála um þetta.

Opinberar reglur sem neyða menn til að hegða sér með ákveðnum hætti, er ekki það sem við erum að sækjast eftir. Ég vona a.m.k. að þú sért ekki að mælast til þess að ríkið taki af okkur völdin og segi ekki aðeins hvernig við eigum að hegða okkur heldur einnig hugsa.

Jónína: Ég geri mér ekki grein fyrir því afhverju það skiptir litlu máli hvað þú hefur að segja.

Óli Björn Kárason, 31.1.2008 kl. 20:01

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Jónína: ef það er verið að niðurlægja hluthafa, er það þá ekki þeirra að óska eftir breitingum ? og þegar þú talar um karlaklíkur, geturu nefnt mér 1 fyrirtæki á nafn þar sem konum er beinlínis óheimill aðgangur að ? ég get nefnt t.d. slíkt, baðhúsið, reyndar virkar það í hina áttina, en ég man ekki eftir neinu moldviðri í kringum það.

Sævar Einarsson, 31.1.2008 kl. 20:15

11 identicon

Rétt hjá þér Óli: "Það eina sem ég segi er að fólk á að vera metið að verðleikum, óháð kyni, trú, kynhneigð og kynþætti. Það á að meta einstaklinginn ekki kynið hvað þá annað. Við hljótum að vera sammála um þetta."

Já, ég er sammála þessu. Vandamálið er bara það að það er ekki farið eftir þessu - núna er bara valið eftir kyni: karlkyni.

Bestu kveðjur.

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:01

12 identicon

Þú ert svo fyndinn Óli Björn.

Hvað áttu við ?

 Heldur þú því fram að ýmsum vinum þínum sé alveg sama um það sem ég hef að segja. Þvílík þvæla í þér maður.

Það eru einmitt tækifærissinnar sem koma í veg fyrir að rödd kvenna hljómi í viðskiptalífinu. Okkur er ætlaður annar bás í huga ykkar flestra. Þú ert þar með talinn minn kæri. Man ekki eftir að þú hafir talað máli kvenna þegar þú hafðir völd til þess. Getur verið rangt hjá mér.

 Auðvitað gerir þú þér ekki grein fyrir því  að það sem ég hef að segja skiptir máli! Það sem ég hef að segja sem og aðrar konur með reynslu af yfirgangi karlmanna í í viðskiptalífinu skiptir miklu máli. Það skiptir mig miklu máli í það minnsta. Ég vel hinsvegar að segja það þar sem ég vil þegar ég vil og það er augljóslega ekki vinsælt. En látum það vera, hitt er alvarlegra, litlir/minni hluthafar fá rangar upplýsingar eins og augljóst er orðið.

Ég minni á funndinn á Sögu í fyrramálið um mikilvægi stjórnarfunda og gegnsæi þeirra. 

 Karlaklíkurnar ákveða reksturinn langt frá fundarborðum, á einkafundum, jafnvel í SMS formi, ef þeir ákveða þá eitthvað. Oft virðist mér þeir ekki hafa grænan grun um hvað er að gerast í rekstrinum, eða svo virðist vera í það minnsta.

"Vinur" þinn er jú engin undantekning hvað þá fjárfestarnir sem þú hefur treyst á í gegnum tíðina. Þeir eru lítt gefnir fyrir konur, í stjórnum félaga þeim tengdum.

En vá hvað við konur eigum langt í land þegar menn eins og hér skrifa hugsa á þessum kynlægu nótum. Það er enginn að taka neitt frá ykkur strákar heldur er verið að biðja um að virðing sé borin fyrir hæfileikum kvenna í viðskiptalífinu. Er til of mikils mælst að dætur ykkar hafi möguleika á 13.000.000 kr launum á mánuði ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:12

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála!

Marta B Helgadóttir, 31.1.2008 kl. 21:21

14 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er fylgjandi kynjakvótum.  Ég skil ekki hvernig skynsamt fólk eins og þú getur trúað því að þetta muni smán saman breytast með tímanum bara af því fólk átti sig á þessu með hæfasta einstaklinginn.

Ef við berum þetta saman við þrælahald þar sem fólki var kerfisbundið haldið niðri vegna hörundslitar, kynþáttar eða uppruna og þú reynir að nota þessa sömu röksemd þá vona ég að þú sjáir hve hjákátleg hún er.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.1.2008 kl. 21:24

15 Smámynd: Calvín

Fróðleg umræða um þetta orð "kynjakvóti". Orðið sjálft er niðurlægjandi og hvað þá að fara skrifa það í lög. Óli Björn hefur rétt fyrir sér í því að lög og bönn laga ekki þennan vanda. Það þarf að ráðast að rótum hans. Rætur hans liggja í innmúruðu "karlaklúbbaveldi" þar sem meðlimir hans hafa "samráð" um samtryggingu. Þannig komast bara ákveðnir karlar í þennan klúbb - karlar sem bukta sig og beygja fyrir valdinu. Konur fá ekki inngögnu í þennan klúbb né aðra slíka karlaklúbba.

Þennan vanda þarf að leysa með fjárhagslegum hvötum og aðhaldi viðskiptalífsins sjálfs með frjálsri samkeppni. Fjárfestar láta fyrst undan þegar glittir í gull. Konur eru góðar í business og sérstaklega núna þegar þörf er á hinni hagsýnu húsmóðir í viðskiptalífinu. Það þarf að spara og hagræða. Fjárfestar hafa þá ekki lengur efni á því að leika sér í "karlaklúbbasamkundunum" og útdeilda valdi eftir innvígðum reglum karlakveldsins.

Calvín, 31.1.2008 kl. 21:38

16 Smámynd: Calvín

Gleymdi að hrósa Jónínu Ben fyrir hennar innlegg enda tek ég undir það í blogginu hér að ofan. Síðasta orðið hjá mér átti að karlaveldisins þó nýyrðið karlakveldsins sé áhugavert.

Calvín, 31.1.2008 kl. 21:42

17 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Kosningaréttur á Íslandi hafði verið við lýði nokkuð lengi - áður en sett voru sérstök lög um að konur teldust einnig til mannkyns og ættu því einnig að hafa kosningarétt.  Hvort sú löggjöf var rétt eða röng?  Það virtist alla ekki ganga í gegn baráttulaust.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 1.2.2008 kl. 00:13

18 identicon

Ég held að það sé ekki nein spurning um það að karlar eigi auðveldara með að komast í sum störf og þá kannski sérstaklega í viðskiptageiranum. Þetta er líklega, eða að minnsta kosti vonandi, ekki meðvitað gert heldur er það menningin sjálf sem segir okkur að sum störf séu karlastörf og öfugt og þar sem við öll erum hluti af þessari menningu þá birtast hinir innbyggðu fordómar yfirleitt ósjálfrátt í ýmsum ákvörðunum okkar, þar á meðal vali á starfskröftum.

Hvort það ætti að setja kynjakvóta í lög eða ekki fer allt eftir því hvernig við sem samfélag erum tilbúin að breyta viðhorfum og gildum okkar. En jafnvel þótt slíkt yrði sett í lög þá er enn sem fyrr að ef hugar og hjörtu fylgja ekki þá verða engar raunverulegar breytingar.

Ég bendi á eftirfarandi yfirlýsingu frá Bahá'í International Community eitt af þeim N.G.O.-um Sameinuðu þjóðanna sem hafa verið dugleg að koma með fersk sjónarmið á mannréttinda og jafnréttindismál. Reyndar er hér verið að tala um ofbeldi gagnvart konum en vinkillinn á hvernig menning skapar þann raunveruleika sem við búum í er verður lestrar. -- Beyond Legal Reforms 

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:16

19 identicon

Sæll Óli Björn. Fínn pistill og hafðu þökk fyrir. Mig langar til þess að leggja orð í belg en ég er svoleiðis steinhissa á þessu Helvítis ofstæki sumra kvennanna sem hafa sent inn athugasemd að ég held ég hætti bara við. Það má ekki ýja að konunum þá verða þær margar vitlausar.

Ég held að það séu fáir íslenskir karlmenn sem geta státað af því að yfir 90% minna yfirmanna í gegnum undanfarin 38 ár á vinnumarkaði hafa verið konur og eru enn. Ég hef alltaf kunnað vel við það líka og hef sjaldan þurft að kvarta. Mínir vinnustaðir eru týpisir kvennavinnustaðir á Íslandi en er yfirleitt blandaðri á erlendri grund sem ég hef dvalið í langan tíma. Ég er hef dvalið og unnið á Íslandi undanfarin ár og breytingin á hegðun kvenna á Íslandi það er að segja sem ég hef haft með að gera er ótrúleg. Frekjan, yfirgangurinn, frammígjammið á fundum og áhugaleysið á störfum sínum hjá mörgum þeirra er alveg ótrúlegt. Vinn í kennslubatteríinu. Hef margoft þurft að hækka röddina á fundum bara til að reyna að skilja hvað er að fara fram. Þetta er nýtt, var ekki svona áberandi fyrir 12 árum. Þetta hefur komið mjög illa við mig og hef ég áhyggjur á þessu. Ég tek það fram að ég er ekki að alhæfa. Ég held að konur ættu nú að taka aðeins betur til í sínum ranni og ekki blammera karlmenn fyrir allt sem illa hefur gengið hjá þeim í hinni svo kallaðri réttindabaráttu. Ég er á sama kaupi og þær fæ ekkert betur borgað. En hegðun þeirra á ekkert skylt við atvinnumennsku oft á tíðum. Mér er þetta óskiljanlegt. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:32

20 Smámynd: Þorsteinn Hauksson

Sæll frændi.

Ekki mynnist ég að hafa heyrt eða séð Jónínu eða Sóley tala fyrir raunverulegu jafnrétti kynjanna. Alltaf snýst þetta um að konur komist í stjórnunnarstörf, verða forstjórar eða í stjórnum fyrirtækja. Ef þær ná þeim stöðum ekki að eigin verðleikum þá skal ríkið koma til og setja lög til að þær komist að.

Þetta nær eyrum Viðskiptaráðherra því hann er nógu vitlaus að halda að þetta sé helsta vandamálið í jafnrétti kynjanna þ.e hlitfall kvenna í stjórnum fyrirtækja.

Þorsteinn Hauksson, 1.2.2008 kl. 08:41

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Óli Björn. 

Niðurlæging fyrir konur að setja kynjakvóta - segir þú. Eins og konur séu ekki niðurlægðar nú þegar með því að halda þeim frá stjórnum og ráðum íslenskra fyrirtækja.

 "Fólk á að vera metið að verðleikum, óháð kyni, trú, kynhneigð og kynþætti. Það á að meta einstaklinginn ekki kynið hvað þá annað" - segir þú líka. Það er einmitt þetta sem málið snýst um. Varla ætlarðu að halda því fram að þannig sé ástandið að óbreyttu - eða ætlarðu að halda því fram að það fyrirfinnist engar hæfar konur í landinu?

Við eigum fjöldann allan af hæfum konum í stjórnir íslenskra fyrirtækja. Þær eiga þangað fullt erindi - ekki vegna þess að þær eru konur, heldur vegna þess að  þær eru hæfar konur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.2.2008 kl. 09:34

22 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér Óli Björn

Fólk á að hljóta viðurkenningu fyrir eigin getu en ekki kyn eða litarhátt, ætterni eða stjórnmálaskoðun.

Undirstaða nútíma velmegunar þjóðfélagsins eru sterk fyrirtæki, stofnuð af áræðnum og duglegum einstaklingum.

Er einhver ástæða til að taka yfirráðarétt eigendanna af þeim vegna kynferðis, hvaða kynjarasisti er þetta sem verið er að troða upp á fólk og hver er að endurlífga gamla Sovét rekstrarformið á eignarréttinum.

Finnst samt alveg sjálfsagt að setja kynjakvóta á opinber hlutafélög, en látið hin í friði.

Konur geta sjálfar stofnað sín fyrirtæki, í stað þess að haga sér eins og pólitískir sjóræningjar.

Mér finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að eiga á hættu kröfu að setja í stjórn fyrirtækisins, einstakling sem ekki getur sjálfur stofnað sitt fyrirtæki né rekið, bara vegna kynferðis eða kynþáttar.

Hvað yrði sagt ef ég væri blökkumaður sem fengi kröfu um að setja hvítan mann í stjórn míns fyrirtækis.

Væri það ekki rasismi, er í lagi að hygla fólki vegna kynferðis en ekki vegna kynþáttar.

Hef miklu meiri trú á getu kvenna en þetta.

En endilega setja kvóta á opinber fyrirtæki, með kröfu um hæfni umsækjanda eða verður það Ráðherra sem fær úrskurðarvaldið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.2.2008 kl. 10:16

23 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vel mælt, Dharma

Brjánn Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 11:07

24 identicon

Dharma þú gengur greinilega ekki á öllum heilum og viðhorf þín, í nafnleynd, eru sjúk. Þú ættir að sýna okkur konunum þá virðingu og koma undir nafni  í það minnsta dugleysan þín. Brjánn Guðjónsson hefur greinilega slæma reynslu af konum!

Svo veistu greinilega ekkert um hvað þú ert að tala frekar en fyrri daginn.

Ég er ekki að styðja kynjakvóta! Ég er aðeins að gagnrýna aðferðafræðina sem einkennir mjög mörg fyrirtæki á markaði. Ég hef áhuga á uppgjörum og Kauphöllum.

 Af hverju virðast niðurstöður alltaf koma á óvart t.d. ? Vegna þess að gagnsæið og tilkynningar til Kauphallar eru oft á tíðum þvæla og jafnvel tómar lygar eins og dómstólar hafa viðurkennt.

En þú mátt hatast út í mig mér hefur verið úthlutaður stór kvóti í þeirri deild og tek bullið í þér alls ekki nærri mér.

Ekki vildi ég hafa asna eins og þig í stjórn. Ólína og Sóley vilja kvótann og ég skil viðhorf þeirra vel þó svo að ég sé ósammála þeim því ég held að þá endanlega verða stjórnarfundirnir blekkingarleikur einn. Leyndin eykst nema menn skilji nauðsyn þess að hafa konur og sýn þeirra við borðið. Þetta snýst um viðhorf til stjórnar og Kauphallar. Frjáls markaður byggir á því að þetta sé í lagi.

Heldur þú t.d. að hluthafar í Glitni hafi vitað um laun Bjarna og Welding ? Af hverju sagði Katrín Pétursdóttir ekkert á stjórnarfundinum þegar þetta var ákveðið ? Kata sem er réttsýn og greind stjórnarmanneskja í Glitni !! Vilja menn ganga fram af viðskiptavinum sínum með svona ofurlaunum spilltra manna ? Geta stjórnarmenn samþykkt slíka spillingu yfirmanna. Af hverju þarf að borga mönnum fyrir að byrja í starfi ? Gæti verið eitthvað að fela ? Veit það ekki en að mér læðist sá grunur. Ég er viðskiptamaður hjá Glitni og er gáttuð á þeim gjöldum sem ég þarf að greiða fyrir að vera með peningana mína inni á reikningi þar.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 11:30

25 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hjartanlega sammála þér Óli Björn. Þetta er svo víðáttuvitlaust að tekur engu tali. Það er sennilega leitun að öðrum eins´"óviðskiptalega" sinnuðum viðskiptaráðherra og þeim sem við höfum hér á Íslandi.

Halldór Egill Guðnason, 1.2.2008 kl. 11:42

26 Smámynd: Hagbarður

Sammála þér. Þetta er arfavitlaust. Jafnréttisbaráttan á að snúast um að hæfasta fólkið (óháð kyni, trúarbrögðum, kynþætti, skyldleika ofl.) sé ætíð í fyrirrúmi á hverjum stað. Það er jafnrétti. Jafnréttisbaráttuna á ekki að binda í kynjakvóta. Jafnréttisbaráttuna á ekki að nota til að koma í veg fyrir að einstaklingur (óháð kyni) geti fullnýtt hæfileika sína. Kynjakvóti setur það "hesli" á samfélagið að við val (störf, stjórnir ofl.) koma "hæfustu" einstaklingarnir hugsanlega ekki til greina. Vond lausn!

Hagbarður, 1.2.2008 kl. 12:35

27 identicon

Ég er ekkert fyrir kynjakvóta og hef aldrei beðið um jöfn hlutföll kynja í stjórnum! Hitt er svo annað mál af hverju svona fáar konur komast áfram í viðskiptalífinu án eiginmann, bræðra eða feðra sem trjóna á toppnum. Komast konur ekki á eigin forsendum á toppinn hér á landi ?

Svarið því að sama skapi. Erum við allar svona vanhæfar eða hvað ?

Hvað er það sem veldur að laun kvenna eru eins og þau eru, strjórnarseta eins lítil og hún er,

Þekking mín á Flúðasveppum er ágæt Dharma. Vitlu í þann slag ?

Nefndu eitt dæmi þar sem ég hef farið með rangt mál um eignartengslin í viðskiptum á íslandi. Aguljóst að þér hefur ekki verið sagt upp elskulegur. Ég vona að allt sé á uppleið og við þurfum ekki að horfa á frekara tap. Ég þoli ekki að tapa hvað þá að Ísland tapi!! Það má ekki gerast.

En annars held ég að barátta kvenna gegn niðurlægingu á borð við þá vanvirðingu sem þeim er sýnd í viðskiptalífinu og víða á þessum þræði verði ekki háð hér á blogginu hans Óla Björns svo mikið er víst.

Hæfustu einstaklingarnar eru augljóslega ekki í stjórnum fyrirtækja á markaðinum núna. Eða?

Hitt er svo annað mál að þeir, stjórnarmennirnir, hafa eignast bréfin í flestum félögum vegna karlatengsla en ég vil um leið minna á að konurnar þeirra, margar hörku duglegar og hæfar, eiga bréfin líka!

Hvar eru þær t.d. ?

En þetta er hrútleiðinlegt umræðuefni og tímasóun að standa í þessum skrifum. Auðvitað verð ég æst Dharma, þú værir það líka ef þú værir maður með sómatilfinningu gagnvart konum.

Er annars er opið núna í Bláfjöllum ? Veit það einhver ? Það er svo fallegt veður.

Óli Björn farðu nú að skipta þessu efni út. Skrifaðu um aðkomu Araba að Kaupþingi. Fór Agnes með fleipur í Mogganum í dag ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:02

28 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þó ég sé alfarið á móti kynjakvóta vegna kynferðis stjórnenda, finnst mér alveg sjálfsagt að Stjórnvöld setji nánari reglur um hæfi þeirra sem sitja í stjórnum opinberra félaga, í meirihluta eigu Ríkisins og eða Sveitarfélaga.

Einnig finnst mér sjálfsagt að þar verði krafist hlutfalla í stjórnun þessara fyrirtækja, sem endurspegli þverskurð af þjóðinni, ekki endilega kyni.

með þessu væri kannski hægt að skapa meiri sátt um þessi fyrirtæki sem eru í eigu allra landsmanna.

Í stjórn RARIK eru Aðalmenn 3 konur og 2 karlar. Varamenn 3 karlar og 2 konur.

Í stjórn Landsvirkjunar eru Aðalmenn 4 karlar og 1 kona.

Þarna væri tilvalið fyrir pólitíska fulltrúa að taka til hendinni, enda hafa þeir sjálfir valið þessi kynjahlutföll stjórnenda, og gaman að sjá hvað RARIK er með jafnt kynjahlutfall en Landsvirkjun ekki.

Samt er eigandinn sá sami, Ríkið.

Í stjórn Sorpu  eru 5 karlar og 2 konur.

Í stjórn Strætó BS eru 5 karlar og 2 konur.

Bæði fyrirtækin eru í eigu Sveitarfélagana.

Finnst sjálfsagt að laga þetta og huga þá að þverskurði þjóðarinnar en ekki bara kynfærum stjórnarmanna, það er niðurlægjandi.

Og mér finnst merkilegt hvað sumar bráðfallega konur á mynd geta verið miklir strigakjaftar og nánast dónar í skrifum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.2.2008 kl. 15:39

29 Smámynd: corvus corax

Þegar valið er úr umsækjendum hvers konar eða öðrum kandídötum í störf og stjórnir fyrirtækja hefur mér alltaf fundist heilladrýgst að velja þann kandídat sem hefur stærstu náttúrulegu brjóstin. Þannig velst yfirleitt nokkuð jafnt hlutfall karla og kvenna á besta aldri og af góðum vexti.

corvus corax, 1.2.2008 kl. 16:03

30 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fín hugmynd Krummi, enginn yngri en 50 ára í stjórn fyrirtækja og brjóstastærð ræður vali.

Þá kemur valið með valnefndinni gæskur, því ekki má vera hætta á kynferðislegri áreitni.

Veit ekki Krummi, gæti orðið snúið mál.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.2.2008 kl. 16:43

31 identicon

Sammála Óla Birni.  Mér finnst það niðurlægjandi fyrir konur að það séu útbúnir eihverjir sérkvótar fyrir þær. Það er einfaldlega verið að sjúkdómsvæða þær og að lögfesta að það sé sérstök fötlun að vera kona. 

Ég hef heyrt margar konur sem eru á móti þessu, einfaldlega af því að þær eru metnaðarfyllri en það að frami þeirra sé lögfestur í kynjakvóta.   Þetta eru dugmiklar konur sem hafa trú á sjálfum sér og frábiðja sér slíka ríkisvernd að þurfa að vera undirlagðar slíkum kynjakvóta. 

Ég spyr bara, hvað ef svona eftirsóknarvert að komast í stjórnir fyrirtækja?? Eru það áfergja í völd og áhrif, eða er það græðgisvæðingin sem er að fara með fólk???  Sjálfur hef ég setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og hef aldrei fundist ég vera eins áhrifalaus og einmanna.  Sat langa fundi (oftast eftir að venjulegum vinnudagi lauk) þar sem þrasað var fram og aftur og engin niðurstaða náðist.   Yfirleitt var fólk sammála um að vera ósammála.  Oft mynduðust bandalög iannan stjórnar gegn öðrum stjórnmeðlimum, og þar voru margar hnífstungurnar í bakið.  Þóknunin fyrir stjórnarsetu var oft skammarlega lítil eða engin.  Mér hefur aldrei liðið eins vel og þegar ég losnaði við stjórnarsetur og fannst mér vera svo frjáls og gat gert það sem mér listi. 

Margir sem sinnt hafa stjórnunarstöðum hafa svipaða sögu að segja; þeim fannst þeir frjálsir menn/konur þegar þeir losnuðu úr stjórnunarstöðum, því það var svo sannarlega kalt á topnum.  Há laun jöfnuðust ekkert á við þá tilfinningu að afkoma fyrirtækisins væri ekki nógu góð, óttann við að vera skipt út fyrir annan og betri? stjórnanda, löngunina til að blanda geði við almenna starfsmenn - (hvað þá tilfinningu að hafa áhyggjur af því að starfsfólki líkaði ekki við mann), langa vinnudaga og það að geta ekki átt góðar stundir með fjölskyldu og vinum sökum anna.

Ég segi bara við konur, prófið þetta endilega, þið eigið eftir að komast að því að þetta er ekki eins æðislegt og eftirsóknarvert og þið haldið.

Björgvin Þorvarðarson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 16:53

32 identicon

Óli Björn, þú ert SNILLINGUR!!! En ekki eru minni snillingar,- t.d. Dharma og svo náttúrulega Valli vinur minn!!!  Sko, ég er nú eitthvað búin að fjalla um þessa lítilvirðu og aumingjahátt nútímakvenna á síðunni minni,- en það virðist ekki vera nokkuð lát á vitleysunni.  Það á hreinlega ekki að þurfa að hafa fyrir nokkrum hlut lengur, bara vera punglaus, þá fær maður það sem manni dettur í hug að krefjast,- engin sðurning um hæfni, emgin spurning um dugnað,- bara rétta kynið..... Þetta er svolítið eins og hrossa og hunda rækt, alltaf hægt að selj hesta undan sumum hestum/hundum Hehehehehehehe

Jónína, þú hefur nú átt bágt svo lengi, að það er það eina sem þú átt eftir kelli mín, sjálfsvorkunin og frekjan er með eindæmum.- eins og bent var á,- ef fólk er ekki sammála þér er það "sjúkt" og annars "hatar það þig"..... Minnir sólítið á nornaveiðarnar sem þú dróst hina íslensku þjóð inní, útaf persónulegum málum..... Kannski er það þessvegna sem þú tekur allt svo persónulega.....Kannski að fara að vinna úr þessu??

Það er bara deginumljósara að FULLT af konum (og körlum) eiga ekki heima í stjórnum/stjórnmálum eða stjórnunarstörfum,- og að ætla að PÍNA það fram að koma þessu fólki að, er eitthvað það hálfvitalegasta sem ég hef nokkru sinni heyrt.  Fyrirgefið orðbragðið, mér er bara svo ofboðið, að konum þykji þær ekki betri en þetta......

Svo falla átrúnaðargoð eins og Ólína Þorvarðardóttir í þessa gryfju, mér sárnar hreinlega, Ólína,- alltaf séð þig sem viti borin einstakling,- sú tilfinning hefur yfirgefið mig...... Ég ber þó samt virðingu fyrir þér, en vorkenni þér og öllum öðrum kynsystrum mínum fyrir að vera svo fullar minnimáttarkenndar!!!

Lifið í friði, og jafnrétti elskurnar,- EKKI Sérréttindum kvenna!!!

Steinunn

Steinunn Helga Snæland (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 20:14

33 identicon

Óli Björn: Nú er ég búin að lesa í gegnum umræðuna hérna hjá þér og ég er farin að halda eftir þá umræðu sem hefur verið ríkjandi á blogginu og víðar að umræðan sé föst í einhverjum hjólförum sem engan veginn tekst að komast upp úr.

Það er sorglegt. Það er líka sorglegt að rannsóknir hafa sýnt að viðhorf í samfélaginu hafa ekki verið að þróast í jafnréttisátt heldur þvert á móti aftur á bak, sérstaklega hjá ungu fólki. Vek athygli á rannsóknum Andreu Hjálmsdóttur sem hún vann sem lokaverkefni í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri fyrir u.þ.b. ári síðan. Fyrri tímapunkturinn í rannsókn hennar voru krakkar í 10. bekk 1992 og sá seinni í 10. bekk 2006. 2006 hópurinn var með mun íhaldssamari viðhorf til hlutverkaskipta kynjanna heldur en sami aldurshópur 1992. Ætti þetta ekki að vera öfugt miðað við málflutninginn hér í umræðunni? Tek fram að niðurstöður Andreu eru ekkert sér á báti. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það þurfi stanslaust að verja það sem ávinnst og halda áfram að hamra járnið, annars virðumst við ekki bara standa í stað heldur fara aftur á bak.

Ein saga í lokin sem ég heyrði frá mætri konu sem mikið hefur unnið að jafnréttismálum. Í einhverjum bæ í Ástralíu var verið að skipuleggja og taka ákvörðun um það hvar ákveðin gata átti að liggja frá punkti A til B. Hefðu sjónarmið karlanna sem að komu fengið að ráða hefði hún legið í beina línu frá A til B. Það tók jú stystan tíma. Þegar konurnar komu að málinu kom í ljós að þessi leið var mjög óheppileg og tímafrek þegar tekið var tillit til þess sem þarf að gera þegar maður er búinn að vinna, þ.e. sækja á leikskólann, fara í búðina, o.s.frv. o.s.frv. Sjónarmið kvennanna komu körlunum líka vel vegna þess að þeir vilja jú skipta verkunum jafnt. Lærdómurinn af sögunni: Það er öllum til hagsbóta að samþætta sjónarmið beggja kynja. Þess vegna er mikilvægt að konur sitji í stjórnum til jafns við karla.

Þá kem ég kannski að kjarna málsins: Urmull af rannsóknum sýnir að karlar hafa tilhneigingu til að velja bæði til starfa og í stjórnir þá sem eru "líkir" þeim sjálfum í flestöllu tilliti. Það er bara þannig. Hversu skrýtið sem það er þá virðast þeir taka karla fram yfir konur og meðan þeir eru í stöðu til að taka ákvarðanirnar um ráðningu í nefndir, stjórnir, stjórnunarstörf o.s.frv. Einmitt vegna þess er hugsanlegt að "taka þurfi fram fyrir hendurnar á þeim" þangað til staðan er orðin þannig að nokkuð jafnt kynjahlutfall er í hópnum sem tekur ákvarðanirnar um allar þessar ráðningar.

Svo mörg voru þau orð

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 22:02

34 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alma Jenný, þegar konur fengu kosningarétt, fengu karlar líka kosningarétt, þ.e. eignalausir vinnumenn. Fram að þeim tíma höfðu einungis eignamenn getað kosið.

Marta B Helgadóttir, 1.2.2008 kl. 22:25

35 identicon

Ok, það sem mér finnst fáránlegt við þetta allt saman er að það er bara talað um kynjakvóta í stjórnir fyritækja. Afhverju er ekki talað um að setja kynjakvóta á aðrar starfstéttir? Er það af því að konur hafa ekki áhuga á jafnræði nema þegar kemur að stjórnunarstöðum.

Sem dæmi má nefna að norskum femínstum finnst ekkert mikilvægt að auka hlut kvenna í norska hernum. Það er hægt að verða áhrifamikill hermaður/kona. Ef það á að setja lög um kynjakvóta í stjórnir fyritækja finnst mér að það ætti að setja kynjakvóta á aðrar starfstéttir! Það ætti þá að íhuga lög um kynjkvóta í stöður leikskólakennara, rafvirkja, forritara, kennara, bílstjóra og svo framvegis. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 23:06

36 identicon

Það er ekki verið að segja að karlmenn sitji og komi sér saman um að halda konum utan við kjör í stjórnir. Það eru hinsvegar óskrifaðar reglur sem að við gerum okkur ekki grein fyrir, þær sömu og knýja konur í að taka að sér illa launuð umönnunarstörf, karla til að vera "höfuð" fjölskyldunnar, osfvs, sem að stjórna því hvernig karlar og konur raðast í vissar stöður. Þetta er ekki árás á karlmenn. Þetta á jafnt við um konur og karla. Konur hleypa körlum ekki í vissa hluti vegna þess að þær "trúa" því að þær eigi að sjá um þá.

Ég er á báðum áttum með þetta. Annars vegar finnst mér svona "hjálp" ýta undir þá trú að konur geti ekki komið sér áfram, en hinsvegar sé ég líka að ómeðvitaðar og óskrifaðar reglur koma í veg fyrir að þær geti það samhliða og á jöfnum grunni og karlmenn.

Mér þykir leiðinlegt að sjá viðbrögðin, og þetta attitude að það sé verið að "trana" konum í einhverjar stöður sem þær eiga ekki skilið. Þetta er akkúrat attitudið sem að við konur erum að eiga við, og sem að gerir það að verkum að kynjakvóti gæti verið lausnin.  

Linda Eir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 10:27

37 identicon

Gott viðtal við talskonur jafnréttisins, án öfa, hjá Hallgrími T. á RÚV í morgun. Hallgrímur stendur sig vel í jafnréttisbaráttunni á RÚV!!

Það að ég gagnrýni viðskiptalífið merkir ekki að mér finnst allt vont og illa gert. Ég þekki hinsvegar aðferðafræðina víða og mér líkar hún ekki og tel hana hættulega.Samanber yfirlýsingar Carnegie um uppgjörsvillur hjá Exista. Þetta er háalvarlegt mál við Ísland allt ef satt reynist!

Það að vera með augun opin merkir ekki að maður sjái eymd alsstaðar. En svo má ég bara vera ánægð ef ég fer svona í taugarnar á ákveðnu fólki. Fólki sem að mínu mati hefur þægindarammann sinn eins lítinn og hægt er og talar þannig að öll gagnrýni sé "The secret" á ömurlegt líf. Sjálf er ég jákvæðari en flestir sem ég umgengst.....

Merkilegt að gagnrýnasta fólk Íslandssögunnar er það sem við lærum um í skólabókunum ekki hinir sem blístra í gegnum lífið. Svo ég fagna persónulegum árásum um að ég geti ekki sett fram rök fyrir málstað mínum. Ég hef gert fátt annað en sumir taka engum rökum.

Skilaboðið sem ég fékk hér að ofan frá Afríku voru mjög merkileg og verða geymd vel. Aldeilis að maður veltir þungu hlassi sí svona!

Eigum við ekki að umskera konur, verður það ekki næst, svona til þess að halda púkanum í umræðunni á þessi merkilega bloggi blaðamannsins. Jú ég held að best sé að niðurlægja íslenskar konur þannig að taka upp umskurð og blæjur. Enda Arabaauðmenn lítt gefnir fyrir konur sem sýna andlit sitt og haf nú eignast 2% í Kaupþingi eða svo er okkur sagt.

Gaman er að hlusta á forsetann á Arabastöðinni. Ólafur Ragnar er sko maður ársins í viðskiptalífinu. Hann fer á kostum þar.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:26

38 identicon

án öfga átt þetta að vera en mér er svo ískalt á puttum að það er varla hægt að skrifa....

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:27

39 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Að hægt sé í alvöru að koma fram með þá alræðislegu hugsjón að kynjakvóti svo mikið sem komi til greina í alvöru samfélagi er út af fyrir sig algert undrunarefni. Ég er algerlega forviða. Menn mennta sig, strita og leggja sig alla fram um að standa sig, berjst fyrir hugsjónum og svo koma vinstri sinnaðir ofstækismenn kynjastjórnmála og ætlast til að menn striki yfir öll fyrri viðmið og handplokki út einstaklinga af því að þeir eru karlmenn og velji inn kvenmenn í staðinn. Eru menn með fulla skynsemi? Hvers vegna dettum mönnum þessi fásinna í hug? Ekki skil ég það, en gruna undangenginn illkynja heilaþvott. Það er eins og heimurinn hafi fengið ankannalega lögun. Er þetta ekki bara afbökun áróðurafla og fjölmiðla, mig grunar það. Verður heimurinn betri með fleyri konum í stjórnum fyrirtækja?? Kom on!! Eg drekk ekki sjó!  Þetta er að megninu til bara tilfinningalegt frekjuvæl og vænisýki. Jafnrétti felur í sér að allir hafa sömu möguleika og það hafa einstaklingar í öllum höfuðatriðum þegar í dag. Valdboðið jafnræði – eða jafnræði með hálstaki - er allt annað og sannast sagna alls ekki æskilegt!

Guðmundur Pálsson, 2.2.2008 kl. 14:50

40 identicon

Já Jónína, þetta meikar allt saman sens fyrir mér núna afhverju það á að setja lög um kynjakvóta í stjórnir fyritækja, það er út af Aröbunum sem umskera konur og út af meintum uppgjörsvillum hjá exista, já og við skulum ekki gleima forsetanum

Vá ég bara skil ekki hvernig er hægt að bulla svona mikið, sorry en ég held að fólk sé ekki að tala um sömu hluti og þú. Sendu Sóley Tómasar póst ef þú villt fara að tala um umskorninga.

Já svo ertu svo rosalega jákvæð, ég hef séð það á skrifum þínum og þegar þú kemur fram í fjölmiðlum, þú ættir bara að fá jákvænisverðlaunin. Hættu að vera svona bitur, ég veit að það er erfitt að láta milljarðarmæring segja sér upp elskan mín. En ertu ekki að verða búin að jafna þig, það eru jú komin einhver ár síðan.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:51

41 identicon

Bjöggi minn þú hefur misskilið sambúðarslitin við millan. Ég hætti með honum. En ok þú mátt hafa þína skoðun á mér en greinilega hefur þú lesið Baugsmiðlana of mikið. Annars líður mér vel og lífið leikur  við mér, enda vinn ég fyrir mér í Póllandi og þar er líka nægilega mikið að ger í jafnréttismálum. En  mikið eru menn viðkvæmir Óli Björn. Hvað er málið með þessa bloggivini þína semeru að vísu ólistaðir.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:51

42 identicon

Skoðun mín byggist ekki á baugsmiðlum, nema baugur hafi átt bloggsíðuna þína og Ríkissjónvarpið. Þú hefur sagt miklu meira um sjáfa þig en Baugur hefur gert um þig.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 16:33

43 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jónína. Þú ert heldur fljót að álykta. Mín reynsla af konum er góð, rétt eins og flest kynni mín af fólki almennt.

Brjánn Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 19:43

44 identicon

Búin að lesa comment dharma yfir tvisvar og get bara ekki séð eitthvað "sjúkt" við þau viðhorf eins og jónína vill halda fram.. er eitthvað sjúkt við það að koma ekki fram undir nafni??  Skil bara ekki alveg svona málflutning. Hann er svo mikið bull.

jonas (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 21:08

45 Smámynd: Áddni

Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að þessi umræða hér er kominn vel af sporinu. Kannski má vera að upprunalega bloggið hefði geta komist betur til skila, en meginmál þess var að mínu mati rétt.

Það þarf frekar að stuðla að betri vitundarvakningu hjá atvinnulífinu að konur eru ekkert síðri stjórnendur en karlar. Það á hinsvegar ekki að gera með kvóta að mínu mati. Um leið og að upp er settur kvóti, er orðin til í sér ákveðin þversögn og er hún að jafnrétti er ekki lengur til.

Ef að jafnréttis gætti, myndi þróunin sjá um þetta sjálf. En svo er nú líka alltaf spurningin: Hversu mikið hlutfall kvenna einfaldlega biður sig fram í þetta og sækist eftir svona stöðum ?

Það kæmi mér ekkert á óvart að hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum væri í beinni tengingu við hlutfall þeirra sem umsækjanda.

Áddni, 2.2.2008 kl. 21:13

46 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega, Áddni. þetta er mergurinn málsins. því miður vilja sumir (sumar) ekki horfast í augi við það, heldur drulla yfir þá sem eru á þessu máli.

líklega ályktar einhver sem svo að þér hljóti að hafa verið misþyrmt af ömmu þinni og systur.

nei annars. konur gera víst ekert slíkt

Brjánn Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 22:05

47 Smámynd: Linda

Ég er sammála þér, megin ástæðan er sú, að ég hef mikla trú á mínum kynsystrum og trúi því að þær hafi það sem til þarf að koma sjálfum sér á framfæri, á 100 árum höfum við(samfélagið) að gera stórkostlegar breytingar í málefnum kvenna sem og annar einstaklinga, 100 ár er 1 mínúta í  tímans tönn og sögulegu samhengi, á næstu 10 til 20 árum munu konur standa jafnfætis mönnum í stjórnunar stöðum og pólitík, ekki vegna þess að okkur er umbunað sérstaklega sakir "kvenleikans" heldur vegna þess að við komum, sjáum og sigruðum á eigin forsendum og dug, annað er ekki ásættanlegt.

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé konur taka því sem jákvætt að "kynjakvóti" sé yfir höfuð í umræðunni.  hvað þá ásættanlegur mögulegur raunveruleiki.

Linda, 2.2.2008 kl. 22:07

48 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sem betur fer eru margar konur mótfallnar eru kynjakvóta.

sem betur fer hafa margar konur sjálfsvirðingu.

Brjánn Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 00:40

49 identicon

Jæja, þá er bara Mogginn sjálfur farinn að boða kynjakvóta í leiðara sínum, a.m.k. tímabundið þar til kynjahlutföllin hafa náð einhverju jafnvægi.

Er ekki fokið í flest skjól þegar m.a.s. Mogganum blöskrar?

Hvað segja íslenskar karlrembur núna?

Bestu kveðjur.

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 00:54

50 identicon

Við hvað eru karlmenn hræddir? Konur hafa þurft að berjast fyrir rétti sínum alla tíð. Þær börðust fyrir kosningarétt, þær börðust undan feðraveldinu og í dag berjast þær fyrir launajafnrétti og rétti þeirra til að taka þátt í þjóðlífinu til jafns við karla. Erum við karlarnir ekki fæddir af konum? Eigum við ekki alla vega sumir af okkur systur? Eigum við ekki sumir hverjir dætur? Viljum við að konurnar í lífi okar þurfi að berjast alla sína ævi til að verða metnar að verðleikum? Það er tími til kominn að gera eitthvað rótækt í málunum, konurnar okkar eiga það skilið eftir alla kúgunina í gegn um tíðina. Þetta er mannréttindamál okkar allra, ekki bara kvenna að konur njóti jafnréttis. Og ef því verður ekki náð öðruvísi þá styð ég það að það verði settur kynjakvóti og jákvæð mismunun þar sem við á. Óli Björn, þetta er bara enn ein frjálshyggjudellan sem situr föst í höfðinu á þér.

Svo er furðuleg reiðin sem blossar upp hjá sumum, orð eins og ,,helvítis ofstæki" og fleira í þeim dúr, ótrúlegt kvennahatur og ekkert annað. Og ég skammast mín fyrir kyn mitt þegar ég les svona texta.

Valsól (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 01:55

51 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég vil dóttur minni það besta. þess vegna reyni ég að ala hana upp á þann hátt að hún upplifi sig sterka, en fái ekki þær ranghugmyndir að hún sé ekki jafnoki hvers annrs. hún fær að vita að hún geti gert alls sem hana dreymir að leggja fyrir sig.

við erum að tala um sjálfsvirðingu hér.

ég vil sjá dóttur mína sigrast á hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. yfirstíga hindranir á sínum eigin styrk og verðleikum. ekki að komið verði fram við hana sem einhvern lúser, sem mun jafnframt taka af henni þann möguleika að sanna sig sjálf.

nei takk, ég vil að henni sé sýnd meiri virðing en svo.

Brjánn Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 02:10

52 Smámynd: Jóhann Steinar Guðmundsson

Konur eiga betra skilið en að fylla upp í kvóta eins og einver landbúnaðarvara. Þær geta alveg komist áfram á eigin verðleikum. Viðskiptaráðherra er bara að sýna enn og aftur hvað samfylkingin er aumt vindhana-stjórnmálaafl. Sjáiði bara Björgvin G. Hann svona mígur utan í hugmyndina um kynjakvóta en segir ekki beint skoðun sína. Svo ef umræðan verður neikvæð verður hann neikvæður á kvótann.

Ég vona bara innilega að svona ólög verði aldrei sett. Það á ekki að koma fram við konur eins og aumingja. Þetta eru bara skoðanir lítils ofsatrúarhóps á íslandi. 

Jóhann Steinar Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 08:49

53 Smámynd: K Zeta

Ég vil líka fá kvóta fyrir ólæsa í stjórn fyrirtækja

K Zeta, 3.2.2008 kl. 18:13

54 Smámynd: Þórarinn Þórarinsson

Sammála þér Óli, líkt og þú á hef ég ekki enn hitt konu sem er sammála þessum kynjakvóta-hugmyndum, það sem vantar er að þessar sömu konu láti jafn hátt í sér heyra og þær sem eru haldnar þeim ranghugmyndum að lagasetningar og þvinganir laga allan vanda......

Þórarinn Þórarinsson, 3.2.2008 kl. 19:56

55 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Linda segir: "á næstu 10 til 20 árum munu konur standa jafnfætis mönnum í stjórnunar stöðum og pólitík."

Hvað heldurðu að fólk hafi sagt þetta oft? Fólk sagði nákvæmlega þetta fyrir tíu árum, fyrir tuttugu árum, fyrir þrjátíu árum og fjörtíu árum.

Það gerist ekkert af sjálfu sér og erfiðast af öllu er að breyta ríkjandi hugsunarhætti, eins og umræðunar hérna bera vitni um.

Svala Jónsdóttir, 4.2.2008 kl. 01:19

56 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Menn tala hér um það að "aumingjavæða konur" - vel að orði komist eða hitt þó heldur.

Ef konur eru leiddar til áhrifa - hvort sem það gerist með kyjnakvóta eða öðrum sértækum aðgerðum -  þá finnst þeim sem þannig tala að þeir séu að "gefa" eitthvað, láta eitthvað af hendi.

Í þessu er fólgin hugarfarsvilla - sú villa að karlmenn "eigi" einhvern hluta sem sé í þeirra valdi að "gefa" og að konur séu þar með orðnar "þiggjendur"  Þetta er niðurlægjandi orðræða í garð kvenna, því við erum jú að tala um samfélagið sjálft, hlutdeild kvenna í atvinnulífi.

Málið snýst auðvitað um það að treysta hæfum konum til áhrifa - sýna konum að þær séu verðugir þátttakendur í samfélagi okkar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.2.2008 kl. 10:52

57 identicon

Kaffitár er í sjálfvald sett að ráða konur frekar en karla.

Minni á að veitingastaðurinn Hooters vann t.d. mál sem var höfðað af karli sem var neitað um starf.

Svo er alltaf gott dæmið um systurnar tvær sem myndu vilja stofna fyrirtæki....en gætu það ekki án þess að fá bræður sína í stjórn.

Þeir sem halda að ekkert breytist ættu að horfa til fortíðar og sjá að víst breytast hlutirnir. T.d. eru ótalmargar frambærilegar konur í framkvæmdastjóra og forstöðumannastöðum í stærstu fyrirtækjum landsins sem verða komnar hærra eftir 10-15 ár.

Þeir sem væla sbr. Sóley Tómasdóttir, eiga litla samleið þeim sem gera sbr. Svava Grönfeldt.

Daði (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband