Maður vikunnar: Vilhjálmur Egilsson

Kjarasamningar sem nú hafa verið undirritaðir eru gríðarlega mikilvægir enda siglir íslenskt efnahagslíf í gegnum ólgusjó. Ekki verður betur séð en að samningarnir séu á skynsamlegum nótum og tryggi að stöðugleiki náist, að öðru óbreyttu.

Framganga Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sýnir enn og sannar hve miklum hæfileikum hann er búinn. Það var því skarð fyrir skildi þegar honum var fórnað með ógeðfelldum hætti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Sú saga verður ekki rakin hér en þá hafði meðalmennskan sigur yfir hæfileikum. Brotthvarf Vilhjálms Egilssonar af þingi var blóðtaka fyrir sjálfstæðismenn en greinilega gæfa fyrir aðila vinnumarkaðarins.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra virðist vera sammála þessu mati mínu en hann segir á heimasíðu sinni (bjorn.is) í gær:

"Við, sem kynntumst störfum Vilhjálms Egilssonar á alþingi og hve lipurlega hann hélt á stjórn efnahags- og viðskiptanefndar þingsins undrumst ekki, að honum hafi tekist að leiða þessa samninga farsællega og spennulaust til lykta sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Með þessu er ég siður en svo að gera lítið úr hlut annarra, enda takast samningar ekki nema með vilja allra."

Vilhjálmur Egilsson er örugglega maður vikunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að nefna nafnið hans Vilhjálms í þessu samhengi. Ekki að ófyrirsynju. Hitt er svo teoretiskt spursmál, hvort það sé eðlileg aðferðafræði að vinnumarkaðurinn "blackmaili" stjórnvöld með þessum hætti í sambandi við gerð kjarasamninga? Eiga þessir aðilar ekki að klára sig sjálfir frá málinu?

Ellismellur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:04

2 identicon

Þið skagfirðingar eru góðir með ykkur

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Óli Björn Kárason

Já Gísli og við stöndum einnig saman.

Óli Björn Kárason, 18.2.2008 kl. 14:14

4 identicon

Sammála þér um Vilhjálm Egilsson.  Ég vil endilega fá hann í Seðlabankann.

Helga (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:39

5 identicon

Ég er ósammála Ellismelli. ég held að það skipti einmitt máli að nálgast svona samninga sem samvinnuverkefni þar sem stjórnvöld koma lika að borðinu. Spurning um ábyrgð og sem víðtækasta sátt.  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:22

6 identicon

„Það var því skarð fyrir skildi þegar honum var fórnað með ógeðfelldum hætti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Sú saga verður ekki rakin hér en þá hafði meðalmennskan sigur yfir hæfileikum.“

Þetta er athyglisverð setning hjá jafn áhrifamiklum manni í Sjálfstæðisflokknum og þú ert. Hver var þessi ógeðfelldi háttur? Þessi meðalmennska sem hafði sigur, var það meðalmennska Sturlu Böðvarssonar, Einars Kristins Guðfinnssonar, Einars Odds Kristjánssonar og Guðjóns Guðmundssonar? Eða eitthvað annað. Hver er meðalmaðurinn í þessum hópi forystumanna flokksins? Nánari skýring óskast.

Eyleifur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:48

7 Smámynd: Ari Jóhann Sigurðsson

Sammála þér um Vilhjálm.

þetta eru samt engir tímamótasamningar fyrir launþega. Það er nú þegar búið að éta upp þessa launahækkun. Verð á eldsneyti, hækkun vaxta og fyrirliggjandi hækkun á búvörum gerir þessa launahækkun að engu. Og svo koma aðgerðir ríkisstjóranrinar ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Enn sem fyrr erum við að borga verkafólki laun sem ná ekki viðurkenndum framfærslukostnaði. Er það eitthvað til að státa af?

Ari Jóhann Sigurðsson, 21.2.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband