Nær 80% hækkun hjá Ingva Hrafni

Góður félagi minn, sem hefur veitt í mörg ár í Langá, er hættur. Ástæðan er sú að Ingvi Hrafn tilkynnti honum að verðið myndi hækka um nær 80% á milli ára.

Vinur minn er búinn að ganga í gegnum súrt og sætt í Langár-veiði. Tryggur þegar illa gengur og ánægður þegar vel hefur fiskast. Hann er sem sagt samnefnari fyrir þá íslensku veiðimenn sem hafa haldið uppi veiðileyfahöfum, sem eru margir hverjir tilbúnir til að fórna sínum bestu og tryggustu viðskiptavinum þegar boðið er betur. Því miður er Ingvi Hrafn, sem er að vísu ekki orðinn annað en staðarhaldari en ekki leigutaki, ekki eindæmi. Leigutakar hafa ekki mikla löngun til þess að halda tryggð við góða viðskiptavini. Þeir eiga hins vegar eftir að kynnast því að það er betra að halda tryggð við góða viðskiptavini - í niðursveiflunni mun það koma í ljós. Ég spái því að Ingvi Hrafn eigi eftir að hringja í vin minn og grátbiðja hann um að kaupa veiðileyfi, þegar Langá (sem er að vísu orðin þekkt fyrst og fremst fyrir smálax) hefur ekki skilað sínu í tvö ár og fjármálafurstarnir eru hættir. Ingi Hrafn verður ekki sá eini.

Þröstur Elliðason er í mínum huga heiðarlegasti leigutaki sem ég hef átt viðskipti við. Honum er ekki sama um sitt fólk - fylgist með og ef illa gengur er hann miður sín og vill endilega fá að bæta fyrir. Hann er þó svo heppinn að hann þarf yfirleitt ekki að grípa til þessa. Allir sem kaupaveiðileyfi af Þresti, upplifa ekki bara þjónustu og gott viðmót heldur á stundum ævintýri í veiði.

Ef þú vilt kaupa veiðileyfi af manni sem er annt um að þú sért ánægður, þá kaupir leyfi af Þresti. Þetta er svona einfalt.

p.s.

Ég mun í sumar fjalla enn frekar um veiði og þar með fella dóma yfir veiðiám og þó ekki síst veiðihúsum, þjónustu og öllum viðgjörningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband