Samstarfsmenn Bjarna Ármannssonar yfirgefa Glitni

Tómas Kristjánsson og Finnur Reyr Stefánsson voru nánir samverkamenn Bjarna Ármannssonar fyrrverandi forstjóra Glitnis banka og þá sérstaklega sá fyrrnefndi.

Búist hefur verið við að töluverðar breytingar muni verða hjá Glitni samfara brotthvarfi Bjarna og ráðningu Lárusar Weldings í hans stað. Slíkt þykir eðlilegt. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu eftirmanna Tómasar og Finns.

Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður hjá Glitni í Noregi hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs í stað Tómasar.

Gísli Heimisson verið ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs þar sem Finnur Reyr réði ríkjum. Gísli hefur þróað og stýrt upplýsingatæknikerfum Glitnis frá 2005.

Í tilkynningu til kauphallar í morgun er sagt að "Tómas og Finnur Reyr hafa undirbúið þessa breytingu í nokkurn tíma og er ákvörðun þeirra tekin í samráði við bankann". Þetta er dálítið merkilegt orðalag.


mbl.is Nýtt félag eignast fasteignafélagið Klasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það virðist nú bara hreinlega vera lenska að menn sem telja sig háttsetta ljúga alltaf til um ástæður fyrir því að þeir eru að hætta, eða þá að þeir neita öllum orðróm um slíkt þó svo a sannleikurinn komi fram 2 dögum seinna og við hin eigum bara að trúa þessum lygum sem eru álíka sannfærandi og smálygar barna þegar þau eru að koma sér úr vanda.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband