Sjónarspil viðskiptaráðherra

Mikið hljóta forráðamenn fyrirtækja að vera ánægðir með að viðskiptaráðherra skuli banna þeim að rukka með beinu hætti kostnað sem þeir verða fyrir við innheimtu viðskiptakrafna. Og mikið hlýtur viðskiptaráðherra að vera ánægður með að hafa fundið leið til að "lækka" kostnað neytenda.

Allt er þetta mikið sjónarspil og hannað af ímyndarsérfræðingum. Fyrirtæki sem leggja svokölluð seðilgjöld á viðskiptavini sína eru í raun ekki að gera annað en að tryggja að kostnaður sem þau verða fyrir sé lagður á þá sem hann eiga að bera en ekki aðra. Ef einhver heldur að bann við að innheimta seðilgjöld sé til hagsbóta fyrir neytendur, þá veður sá hinn sami villu og reyk. Til að standa undir kostnaði við innheimtu viðskiptakrafna neyðast fyrirtæki til að velta kostnaðinum yfir á neytendur og þá ekki síst þá sem hingað til hafa ekki greitt seðilgjöld.

Þetta er neytendavernd sem bragð er að.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Mér finnst þetta ekki vera alveg rétt hjá þér Óli. Seðilgjöld og Innheimtukostnaður er ekki það sama. Fyrirtæki sem fær bankann til að senda mér gíróseðil ætti að taka á sig kostnaðinn sjálft enda um mikla hagræðingu að ræða fyrir fyrirtækið að þurfa ekki að standa í þessu sjálft. Þegar ég svo borga ekki umræddan seðil á tilsettum tíma er fullkomlega eðlilegt að á mig falli kostnaður vegna innheimtu.´

Eins og staðan er núna á markaðnum eru fjölmörg fyrirtæki að innheimta seðilgjald af rafrænum reikningum og innheimtu í gegnum visa/euro - eitthvað sem gerist algjörlega af sjálfu sér og kostar fyrirtækið brotabrot af því sem póstlagður greiðsluseðill kostar!

Tryggvi F. Elínarson, 7.1.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til! Sjá nánar á: http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/ Kveðja Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!

Sjá nánar á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/

Kveðja

Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:03

4 identicon

Skemmtilegast fannst mér hvernig hann framkvæmdi kannski-ekki-svo-úthugsuðu hugmyndina sína um að banna uppgreiðslugjöld.  Í stað þess að falla frá henni lét hann hana gilda um lán með fljótandi vöxtum.

thorvaldur (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það sést á þessum skrifum hvar hjarta þitt slær. Skilningleysi á kjörum fólks og tilraunir þinar til að verja banka og fjármagnseigndur skín í gegn. Fólkið í landinu virðir þessar tilraunir ráðherra til að slá á okur og sjálftöku peningaaflanna þó svo þið sjallar sprikklið og reynið að gera lítið úr.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.1.2008 kl. 10:07

6 identicon

Þú sérð ágæti Óli Björn að menn geta urrað á samstarfsflokkinn þó saman falli hér á Akureyri og landinu öllu. Þá eru menn að misskilja þetta vitlaust  -eins og sagt var einu sinni, það sem Björgvin Guðni leggur til ásamt ráðgjafanefnd fjármálastofnana, nóta bene, að sjálfvirk skuldataka greiðsluseðla er afnumin. Þú og Hlynur Hallsson skilja þetta ekki eða vilja ekki gera það. Eruð þið orðnir skoðanafélagar?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband