Vonbrigði - en hlutabréf Kaupþings munu hækka

Það er ákveðið áfall fyrir Kaupþing, helstu stjórnendur og hluthafa, að yfirtakan á NIBC hafi ekki gengið eftir. Flest bendir þó til að ákvörðun um að hætta við yfirtökuna sé skynsamleg en hlutabréf í Kaupþingi hafa hækkað töluvert í sænsku kauphöllinni  nú í morgun. Búast má við verulegri hækkun hlutabréfa Kaupþing hér á landi þegar opnað verður fyrir viðskipti.

Eitt það versta sem fjármálafyrirtæki glímir við er óvissa og sú óvissa sem verið hefur um yfirtökuna á hollenska bankanum hefur verið Kaupþingi erfið. Nú er þeirri óvissu eytt og því má t.d. búast við að skuldaálag Kaupþings muni lækka verulega á komandi dögum og það aftur hefur áhrif á afkomu bankans.

Uppgangur Kaupþings hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum. Nú segjast forráðamenn bankans ætla að einbeita sér að innri vexti bankans. Slíkt er skynsamlegt eftir hraðan vöxt. Ytri aðstæður komu í veg fyrir að yfirtakan gengi eftir, en hugsanlegt er að leiðir Kaupþings og NIBC liggi aftur saman þegar ró kemst yfir alþjóðlega fjármálamarkaði, enda menn búnir að vinna heimavinnuna.

Ljóst er að ef yfirtakan hefði gengið eftir hefðu opinberir aðilar ekki getað staðið í vegi fyrir því að Kaupþing tæki upp evru sem starfrækslumynt bankans. Spurning hvað gerist nú. Hluthafar bankans kunna að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort rétt sé að flytja höfuðstöðvar bankans til London eða jafnvel Kaupmannahafnar, þar sem umsvif bankans eru mikil.


mbl.is Hætt við yfirtöku á NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig þá "innra vexti" ? Ertu að halda því fram að Kaupþing hafi verið illa rekinn banki ? Hvernig vex banki með heimsmet í okurvöxtum innan frá ? Með því að okra enn meira ?

Ytri aðstæður komu ekki í veg fyrir eitt eða neitt en þetta blogg þitt hljómar eins og atvinnuumsókn. Langar þig að vinna í Kaupþingi ? Hvað er Kaupþing í raun og veru og af hverju ættu bréfin að hækka ? Hver eru Kaupþingsfyrirtækin ? Exista, Baugur, Alfesca (Framsóknarfyrirtækin)..... Varla hækkar gengið í þessum félögum í bráð minn kæri. Þau eru rjúkandi rúst!

Það er vont þegar menn, eins og þú sjálfur, eru að sækja um vinnu í bankageiranum á blogginu því það er enn til fólk sem tekur mark á spákaupmönnum eða álitsgjöfum og jafnvel er enn til fólk sem tekur mark á greiningardeildum!

Pældu í því Óli Björn minn.

Hverjir voru að kaupa í Kaupþingi í Svíþjóð í morgun ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband