Farið hefur fé betra

Engum ætti að koma á óvart að John Edwards hafi tekið ákvörðun um að hætta við framboð - hann átti aldrei möguleika. Fáir frambjóðendur hafa reynst meiri pólitískir tækifærissinnar en John Edwards og er þó hópurinn nokkuð fjölmennur í bandarískum stjórnmálum.

Edwards var öldungadeildarþingmaður í aðeins eitt kjörtímabil en sem frambjóðandi hefur hann ekki viljað kannast við skoðanir sínar frá þeim tíma og hegðað sér eins og óspjölluð pólitísk meyja. Þetta skynja kjósendur demókrata, jafnt til hægri og vinstri.

Russ Feingold, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Wisconsin, hefur fram til þessa ekki lýst yfir stuðningi við neinn frambjóðanda en hann hafði skömm á John Edwards. Í yfirheyrslu við Post-Crescentí Appelton, Wisconsin, 17. janúar síðastliðinn talaði hann hreint út um frambjóðandann fyrrverandi:

"The one that is the most problematic is (John) Edwards, who voted for the Patriot Act, campaigns against it. Voted for No Child Left Behind, campaigns against it. Voted for the China trade deal, campaigns against it. Voted for the Iraq war … He uses my voting record exactly as his platform, even though he had the opposite voting record.

When you had the opportunity to vote a certain way in the Senate and you didn't, and obviously there are times when you make a mistake, the notion that you sort of vote one way when you're playing the game in Washington and another way when you're running for president, there's some of that going on."

Feingold er einn harðasti gagnrýnandi ríkisstjórnar Bush og var orðaður við forsetaframboð fyrir nokkrum misserum.


mbl.is Edwards hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband