Skýr skilaboð

Ekki er hægt að skilja orð  Jóns Ásgeirs öðruvísi en svo að honum hafi verið alls ókunnugt um gríðarlega háan rekstrarkostnað FL Group (liðlega sex milljarðar króna), þegar hann tók ákvörðun að taka þátt í hlutafjáraukningu félagsins í desember síðastliðnum með því að leggja inn eignir sem metnar voru á 53,8 milljarða króna. Nauðsynlegt er að Jón Ásgeir upplýsti um það hvort upplýsingum hafi verið haldið leyndum.

Það þarf ekki mikla innsýn í viðskipti til að átta sig á því að ef ekki hefði verið ráðist í hlutafjáraukningu - björgunaraðgerð - í desember væru eignir FL Group á brunaútsölu sem stjórna' væri af lánadrottnum félagsins. Með öðrum orðum félagið hefði siglt í þrot.

Eignir sem Baugur lagði inn í FL Group voru á genginu 14,70 en nú fyrir stundu var gengi hlutabréfa í FL Group 10,21 eftir töluverða hækkun í dag. Þetta þýðir að reikningslegt gengistap Baugs á rúmum tveimur mánuðum er nær 16,5 milljörðum króna. Það er því skiljanlegt að Jón Ásgeir gefi stjórnendum skýr skilaboð að halda vel á spöðunum og ná raunverulegum árangri. Og þar sem FL Group er stærsti hlutahafinn í Glitni banka og afkoma hans hefur aftur veruleg áhrif á efnahag FL, þá er Jón Ásgeir með svipuð skilaboð til stjórnenda bankans.

Það er mikið í húfi.


mbl.is Eignir FL Group á brunaútsölu ef ekki hefði verið gripið inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæmi mér ekki á óvart þótt á morgun kæmi síðan yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri um að fjölmiðlarnir, í hans eigu, hefðu haft rangt eftir honum! ...það virðist vera orðið sportið hjá sneplunum að meira að segja hafa rangt eftir eigendum sínum, ekki bara Jóni Jónssyni út í bæ

Anton (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:26

2 identicon

http://blogs.wsj.com/deals/2008/02/14/icelands-baugur-says-its-ready-to-deal

Góð grein (sjá linkinn) í Wallstreet journal.

Enginn fjölmiðill hefur kveikt á þessu viðtali við Jón Ásgeir. Kommentin neðst á greininni eru greinilega byggð á öfund.

Við þurfum engar áhyggjur að hafa Baugur á nóg af peningum. 120 milljarða í það minnsta.

Sofum róleg og hættum þessu væli.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér.

Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér skilst að þessar eignir í Danmörku hafi eitthvað örlítið verið að lækka. Þær lækkuðu meira en 20% á síðasta ári og menn halda að botninum sé nú náð.  En ef Baugur hefði ekki farið í þessar björgunaraðgerðir ásamt Fons hefði FL group hrunið.  Ég hef ekkert vit á því en hef heyrt því fleygt að reksturskosnaður FL group hafi einkennst að bruðli.

Sigurður Þórðarson, 19.2.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband