Heimildarmynd um Draumalandið

Verið er að vinna að undirbúningi að gerð heimildarmyndar sem byggð er á bók eftir Andra Snæ Magnason - Draumalandið.

Samkvæmt heimildum mun Sigurður Gísli Pálmason, oft kenndur við Hagkaup, vera helsti talsmaður þess að myndin verði gerð og mun vera tilbúin til að tryggja fjármögnun. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður og svili Sigurðar Gísla, er einnig nefndur til sögunnar.


Hver er þessi vinur Jóns Ásgeirs - Tom Hunter?

Einn nánasti viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baugs er skoski auðjöfurinn Tom Hunter, en hann heitir fullu nafni Sir Thomas Blane Hunter. Honum er lýst sem auðmanni, athafnamanni og mannvini, en hann leggur árlega mikla fjármuni í ýmis mannúðarmál og styrkir unga frumkvöðla.

Tom Hunter gæti blandast inn í valdabaráttu í Glitni banka, sem Morgunblaðið fullyrðir í dag að sé í gangi. Hunter hefur á undanförnum mánuðum fjárfest nokkuð í bankanum og kæmi ekki á óvart að það væri að undirlægi Jóns Ásgeirs. Hunter

Hunter útskrifaðist frá viðskiptadeild Háskólans við Strathclyde og hóf viðskiptaferilinn á því að selja íþróttaskó úr sendiferðabíl. Árið 1984 stofnaði hann Sports Division - íþróttavörubúð sem honum tókst að byggja upp sem keðju verslana. JJB Sports keypti verslanirnar af honum árið 1998 og mun Hunter hafa grætt yfir 250 milljónir Sterlingspunda á þeim viðskiptum.

Árið 2001 stofnaði Hunter, ásamt fleirum West Coast Capital, - fjárfestingafyrirtæki - og í gegnum það hefur hann fjárfest í ýmsum smásöluverslunum s.s. USC, Office, D2 og Qube. Hann er einnig hluthafi í BHS, en þar er aðaleigandinn Philip Green, sem Jón Ásgeir ætlaði í samstarf við með kaupum á Arcadia, eins og frægt er orðið. Green og Hunter eru sagðir ágætir vinir.

Ekki er langt síðan Hunter og Baugur tóku höndum saman við yfirtöku á blómaverslunum undir heitinu Blooms of Bressingham. Þá áttu Baugur og Tom Hunter í samstarfi við kaupin á House of Fraser.

The Sunday Times greindi frá því í mars síðastliðnum að Tom Hunter og Baugur hafi samþykkt að fjárfesta í fasteignafjárfestingarsjóði ásamt Halifax Bank of Scotland (HBOS) og fasteignafélaginu Catalyst Capital. Sjóðurinn mun fjárfesta í fasteignum á Indlandi.

Árið 2005 fékk Hunter aðalstign fyrir framlag sitt til mannúðarmála og atvinnumála. Sama ár var hann talinn annar auðugasti maður Skotlands og mat The Sunday Times ríkidæmi hans á 678 milljónir punda - yfir 87 milljarða króna. Árið eftir taldi blaðið hann auðugasta manninn með 780 milljónir punda í eignir eða yfir 100 milljarða króna.


"Mjúkir peningar" fjármagna stjórnmálin. Hver fjármagnar Framtíðarlandið?

Rétt fyrir síðustu jól samþykkti Alþingi lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna, en formenn allra flokka stóðu að málinu. Þar eru strangar reglur settar um fjárstyrki til stjórnmálaflokka. Nú getur enginn lagt meira að mörkum en 300 þúsund. Fyrir nokkrum dögum komust flokkarnir síðan að sameiginlegri niðurstöðu um hámark auglýsingakostnaðar fyrir komandi kostnaðar.

Allt er þetta svo sem gott og blessað en eins og svo oft áður er góður vilji ekki nægjanlegur til að tryggja að niðurstaðan verði eins og að er stefnt. Augljóst er að það sem í bandarískum stjórnmálum er kallað "soft money" mun leita sér að farvegi hér á landi eins og þar.

Hagsmunasamtök munu í ríkari mæli snúa sér að þjóðmálabaráttu, stofnuð verða samtök til að berjast fyrir hinu eða þessu (ekki síst fyrir sérhagsmuni á kostnað almennings) og oftar en ekki í skjóli fjársterkra aðila.

Við erum þegar farin að sjá þessa þróun hér á landi.

Framtíðarlandið hefur verið með mjög mikla markaðsherferð á síðustu vikum til þess að sannfæra landsmenn að skrifa undir sáttmála um framtíð Íslands - hvorki meira né minna. Skilaboðin eru skýr: Annað hvort ertu Grænn og góður eða grár og leiðinlegur sem hugsar ekki um framtíð æskunnar.

Um kl. 14.00 höfðu aðeins 8.525 manns skrifað undir á vef samtakanna, sem verður að teljast frekar rýr eftirtekja miðað við auglýsingar og fjölmiðlafárið sem ríkt hefur.

Augljóst er að markaðsherferð Framtíðarlandsins kostar verulega fjármuni en ekki hefur fram til þessa verið gefið upp með hvaða hætti kostnaðurinn er greiddur. Ýmir efnaðir einstaklingar hafa verið nefndir til sögunnar, en eftir því sem næst verður komist eru þetta aðeins sögur, sem fást ekki staðfestar.

Herferð Framtíðarlandsins er hins vegar að líkindum aðeins smjörþefur af því sem koma skal hér á landi í náinni framtíð. "Mjúkir peningar" taka við og stjórnmálaflokkarnir standa veikari á eftir.


Björgólfur gafst upp á Króníku

Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimars Birgisson, útgefendur Króníkunnar, áttu ekki annan kost en að semja við útgáfufélag DV um yfirtökuna. Eftir því sem ég kemst næst mun fulltrúi Björgólfs Guðmundssonar, sem fjármagnaði útgáfuna, hafa gert þeim grein fyrir því að frekari fyrirgreiðsla kæmi ekki til greina.

Björgólfur Guðmundsson, annað hvort beint eða í gegnum Landsbankann, var fjárhagslegur bakhjarl Króníkunnar. Hann útvegaði þeim lánsfjármagn til að standa undir útgáfunni fyrstu vikurnar. Sala blaðsins var hins vegar langt undir væntingum og ekkert sem benti til að það myndi breytast.

Í gærmorgun mun Sigríði Dögg og Valdimari hafa verið gerð grein fyrir því af fulltrúa Björgólfs að frekari fyrirgreiðsla kæmi ekki til greina. Það var því ekki í önnur hús að leita en DV. Valdimar var alla tíð mjög spenntur fyrir samstarfi við DV og mun hafa verið í viðræðum við þá eftir að upp úr slitnaði um daginn.

Kaupin á Króníkunni eru annars nokkuð merkileg. Erfitt er að sjá hvaða skynsamleg rök hafa legið að baki því að útgáfufélag DV ákvað að kaupa útgáfuna, en DV hlýtur a.m.k. að hafa tekið yfir Björgólfs-lánið. Vandséð er að það hafi verið nauðsynlegt fyrir DV að losna við blaðið af markaði, enda varla samkeppnisaðili. Hreinn Loftsson stjórnarformaður útgáfufélags DV er að hugsa dýpra en ég næ að skilja.

Eftir því sem ég kemst næst liggur ekki fyrir hversu margir blaðamenn Króníku þekkjast boð um vinnu á DV, en margt hæfileikaríkt fólk var þar innanbúðar. Ef DV var á höttunum eftir góðum starfsmönnum, þá hlýtur yfirtakan á vikublaðinu að teljast með dýrustu aðferðum við ráðningar.


Björk: Volta lekur út á netið

Bútar af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, hafa lekið á netið og er örstutt myndband þegar komið á YouTube.com. Talsmenn Bjarkar munu hafa staðfest að ósvikna upptöku sé að ræða.

Þessu er haldið fram á vefmiðlinum Undercover.com.au í dag. Þar segir orðrétt:

"A couple of mysterious blogger-types have been leaking snippets from Bjork's forthcoming album 'Volta'.

Pitchfork reports that some, most likely involved with the recording, have been releasing teaser videos and sound clips on sites like YouTube and myspace. A spokesperson for the enigmatic Icelandic imp has confirmed that the bits and pieces on the web are genuinely from the recording sessions.

A YouTube user called VoltaVideos has posted a clip of what is likely to be the first single, 'Earth Intruders'. The visuals are mere abstractions, but Pitchfork surmised that the music is the "universal tribal beat" that Bjork discussed with them in a recent interview. Then a myspace user who claims to be visiting Iceland, dubbed itishardtofindbandnames, posted 20-second clips of electro squiggles and dropped many hints that they, and the attendant homemade myspace videos, are part of the forthcoming album.

This user "Gerome Voltaire" writes "What I'm presenting here at the moment is something I recorded at some listening session in Reykjavik with an Icelandic artist, which I then cut up and added noises and images to. I hope she doesn't mind." He promises more material from the sessions with this unnamed Icelandic female artist."

http://youtube.com/watch?v=UKa2fl3f_ls

 


Langá kostar 50 milljónir

Ingvi Hrafn Jónsson leigutaki Langár á Mýrum, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið í dag að verð á veiðileyfum hafi hækkað hressilega á síðustu árum, en ég hélt því fram að verð verði hækkað um nær 90% á milli ára:

„Nú veit ég ekki hvaða góði vinur Óla þetta kann að vera. Hins vegar er það staðreynd að þegar nýr samningur tók gildi á þessu ári þá varð ég að afleggja fastakúnnavildarafslætti. Þá duttu út tvö holl hjá mér. Því miður fyrir veiðimenn, til allrar hamingju fyrir bændur, er verðið orðið venjulegum mönnum algerlega ofviða. Það er ekkert öðruvísi."

Það er langt frá því að Ingvi Hrafn sé eini maðurinn sem hækkar veiðileyfi. Á síðasta ári hækkuðu veiðileyfi hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um 20-45% og ég fæ ekki betur séð en að verðið hafi yfirliett hækkað fyrir komandi sumar, enn og aftur.

Það er raunar þannig að á undanförnum árum hafa veiðileyfi í flestum laxveiðiám landsins meira en tvöfaldast í verði. Erlendir veiðimenn eru orðnir sjaldséðir, en í stað þeirra eru íslensku fjármálafyrirtækin og íslenskir auðmenn mættir á bakkana. Og þegar venjulegir veiðimenn hrekjast hver af örðum úr laxveiðinni, þá blasir sú staðreynd við að þeir þurfa að greiða svipað verð fyrir góðan silungsveiði og þeir gerðu fyrir 3-5 árum. Eða eins og einn félagi minn orðaði það: Ef vatið rennur þá hækkar verðið.

Ingvi Hrafn upplýsir Fréttablaðið að hann sé að borga 50 milljónir fyrir leigurétt að ánni. "Fyrir fimm árum hafi sú tala verið 20 milljónir. Þrettán aðilar standa að veiðifélagi Langár en þar hefur Ingvi Hrafn verið í 30 ár. Var lengst af með fjórar stangir en er nú með tólf eða alla ána. Ellefu hundruð veiðidagar eru í ánni á ári. Leiga Langár hefur hækkað um hundrað prósent á fimm árum."

Ingvi Hrafn bendir hins vegar réttilega á að hækkun á leigurétti sé góð búbót fyrir bændur. Hitt er svo annað að bændur eru ekki einu veiðiréttarhafarnir. Íslenskir auðmenn hafa á undanförnum árum verið duglegir við að kaupa upp bújarðir - ekki síst þær sem eiga lönd að góðum laxveiðiám. Þetta á við um jarðir við Langá, eins og raunar víðar.

 


Einar Oddur í kuldanum

Einn mætasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins nær ekki endurkjöri í þingkosningunum í maí ef marka má skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær tvö þingmenn í Norðvesturkjördæmi sem þýðir að Einar Oddur Kristjánsson verður ekki lengur í þingliði flokksins.

Ég er einn þeirra sem hef ekki alltaf verið sammála Einari Oddi, en met hann mikils enda hreinskiptinn og tilbúinn til að segja það sem segja þarf, án þess að huga að vinsældum. Slíkir menn eru ekki of margir á Alþingi.

Þetta kemur ekki á óvart, til að halda Einari Oddi inni hefðu sjálfstæðismenn þurft að stórauka fylgi sitt í kjördæminu.

Annars er það merkilegt hve sjálfstæðismönnum í Norvesturkjördæmi virðist haldast illa á sínum bestu mönnum, en Vilhjálmur Egilsson var hrakinn þaðan með vafasömum hætti í prófkjöri.

Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, sem kynnt var síðasta miðvikudag, mun Framsókn aðeins fá einn mann kjörinn en Vinstri grænir tvo. Íslandshreyfingin er með innan við 3%, en á það er að líta að framboðslisti í kjördæminu hefur ekki verið kynntur. Formaður Frjálslyndra er inni þrátt fyrir verulegt fylgistap, en flokkurinn var með tvo þingmenn eftir síðustu kosningar. Varaformaðurinn er búinn að flytja sig annað.


Króníku-ævintýrið úti

Nú er Króníku-ævintýrið úti. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson hafa selt blaðið til útgáfufélags DV og munu hér eftir starfa fyrir félagið. Þetta varð því styttra gaman en til stóð, en yfirlýsingar Sigríðar Daggar um gera "betur en allir aðrir fjölmiðlar á Íslandi" hafa gufað upp.

Króníkan kom aðeins út í sjö vikur og því miður nái blaðið ekki því flugi sem aðstandendur þess vonuðust til. Kannski var aldrei rúm fyrir vikublað af þessu tagi, en ekki er þó hægt annað en að dáðst af þeim Sigríði Sögg og Valdimari að hafa kaft kjark til að ráðast í ævintýrið. Sumar sitja bara og láta sig dreyma en aðrir framkvæma.

Vandinn kann einnig að hafa legið í hástemmdum yfirlýsingum sem byggðu upp of miklar væntingar sem engin leið var að uppfylla.

Á bloggi sínu sagði Sigríður Dögg meðal annars 19. janúar síðastliðinn:

"Blaðið verður ekki líkt neinu öðru blaði sem við höfum séð, hvorki íslensku né erlendu. Það er mótað algerlega frá grunni samkvæmt okkar hugmyndum um vandað, gott, efnisríkt tímarit sem uppfyllir þarfir lesenda sem gera kröfur.

Ekki bara kröfur til vandaðra fréttaúttekta og fréttaskýringa, sem við munum að sjálfsögðu gera betur en allir aðrir fjölmiðlar á Íslandi, heldur einnig vandaðs smáefnis, viðtala og skemmtiefnis, sem alls ekki má vanmeta í svona blaði.

Útlit blaðsins er líka einstakt. Við höfum ekki haft nein önnur blöð til fyrirmyndar í þeim efnum þótt að sjálfsögðu sé ekki hægt að finna hjólið upp oft."

24. janúar sagði hún einnig:

"Við erum að búa til vikurit sem er byggt algerlega á okkar hugmyndafræði um vandaðan, efnisríkan fjölmiðil sem fullnægir jafnt fróðleiksfýsn lesenda og þörf fyrir afþreyingu."

Og í 20. febrúar, eftir að Króníkan leit dagsins ljós, skrifaði Sigríður Dögg:

"Það er skemmst frá því að segja að við höfum fengið frábærar viðtökur frá lesendum vegna fyrsta tölublaðs Krónikunnar og söfnun áskrifenda gengur vel.

Blaðið er uppselt á fjölmörgum sölustöðum og hefur fólk meira að segja lagt leið sína hingað á ritstjórnarskrifstofurnar á Hverfisgötunni til þess að ná sér í eintak af blaðinu."


Samþjöppun á markaði atvinnuhúsnæðis

Augljóst er að veruleg samþjöppun er að verða á fasteignamarkaði eftir að Kaupþing ákvað að selja Eik til Eikarhalds ehf. - sameiginlegs félags sem Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson fara með meirihluta í. 

Eikarhald ehf. er í eigu Baugs Group hf. (22,7%), FL Group hf. (49%), Fjárfestingafélagsins Primus ehf. (10,15%) og Saxbygg ehf. (18,15%).

Baugur er aðaleigandi Stoða stærsta fasteignafélag landsins. Hagnaður félagsins á liðnu ári nam alls 11,4 milljörðum króna. Stoðir eru leiðandi í útleigu verslunar og skrifstofuhúsnæðis til traustra aðila með yfir 400.000m2 í eignasafni sínu á Íslandi, sem og um 300.000m2 í Danmörku í gegnum fasteignafélögin Atlas I og Atlas II.

Baugur á 48,2% hlutafjár í Stoðum, og Ingibjörg Pálmadóttir og eignarhaldsfélag hennar ISP á 17,6%. Þá á Kaupþing banki tæp 25%.

Í byrjun mars var tilkynnt að Stoðir hefðu keypt Landsafl af Landsbankanum og Straumi-Burðarási. Félagið er 100 þúsund fermetra af húsnæði á sínum vegum. Meðal helstu fasteigna Landsafls hf. eru Höfðabakki 9, Holtavegur 8 og 10, Suðurlandsbraut 24 og Rannsóknarhúsið á Akureyri.

Í lok febrúar keyptu Stoðir hf. allt hlutafé FS6 ehf. af SJ1 ehf. og Glitni eignarhaldsfélagi hf. Með kaupunum fylgdu Kringlan 1, 5 og 7 auk lóða og byggingarréttar sem tengjast þeim.

Þess verður vart langt að bíða að Eik renni með einhverjum hætti inn í Stoðir.


Eggert sér ekki eftir neinu

Eggert Magnússon segist ekki sjá eftir því að fjárfesta í West Ham, þrátt fyrir erfiða mánuði þar sem ekkert hefur gengið. Liðið mun að líkindum falla niður í 1. deild í vor.

Rætt er um Eggert á SkySport vefnum í dag en við viðtali við The Times viðurkennir hann að ýmislegt hafi komið honum á óvart og að viðskiptahluti félagsins hafi ekki verið með þeim hætti sem hann átti von á.

"Eggert Magnusson insists he has no regrets about leading a takeover of West Ham despite the London club seemingly heading for the Championship.

The Icelandic businessman took charge at Upton Park in November, but results on the pitch have failed to improve despite substantial investment in the playing staff. Alan Curbishley's arrival as boss has only inspired the side to record two wins in their past 13 league games, and The Hammers now have an eight-point gap to close if they are to avoid relegation and the financial problems a demotion to the Championship would incur. Despite experiencing a difficult four months in English football, Magnusson is still happy about his decision to invest his time and effort in the club. "No, I have never [regretted it]," Magnusson told The Times. "It's been a challenge so far, but I'm sure we will get there sooner or later. "I cannot go into details, but some things I discovered when I came here have certainly surprised me. Things were not as good as I thought regarding the club as a business and also what has happened on the field." Magnusson wasted little time in disposing of Alan Pardew following the successful completion of his takeover, and was quoted in February as stating: "There was a cancer we had to cut off." However, the Upton Park chief has now denied making the controversial comments in reference to the now Charlton boss, and has instead pointed the finger at complacency amongst the playing staff. "I never mentioned anything about cancer in the dressing-room, which was reported in the press, but I did say that there were reasons why the team was not performing on the pitch," Magnusson said. "I have been in football almost all my life and sometimes I have had the difficult job of sacking managers, but as chairman you have an obligation to make a decision that is right for the club. "Part of the problem is that in your first season in the Premiership you have some drive and desire to see what you can achieve, but once you have done that, perhaps you think that things will happen by themselves."
 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband