Miðvikudagur, 28. mars 2007
Dagblöðin í vörn - en mbl.is sækir á
Merkilegt er að sjá hvernig dagblöðin þrjú; Morgunblaðið, Fréttablaðið og Blaðið, fjalla um niðurstöðu nýjustu fjölmiðlakönnunar á lestri dagblaðanna. Greinilegt er að könnunin er áfall fyrir öll blöðin, en mest fyrir Blaðið, þá fyrir Fréttablaðið og síst fyrir Moggann.
Ég fæ ekki betur séð en að Blaðið segi ekkert frá niðurstöðunum en Fréttablaðið birtir lítinn eindálk á bls. 4. Það er af það sem áður var þegar fréttir um lestur dagblaða fengu a.m.k. 3ja dálka frétt með grafík. Ástæðan gæti legið í því að lesturinn er að dragast saman aðra könnunina í röð. Þá virðist sem visir.is - fréttavefur 365 - nái engu flugi.
Morgunblaðið er með frétt á bls. 11 með fyrirsögn sem nær yfir fjóra dálka. Þar er megináherslan lögð á mbl.is og hefði ég sem ritstjóri einnig lagt upp með þeim hætti.
Vandinn er hins vegar sá að lestur Moggans hefur minnkað um 11,7%-stig frá því í maí á liðnu ári. Minnkandi lestur mun hafa áhrif á auglýsingatekjur blaðsins, sé allt eðlilegt. En á móti kemur hins vegar að útkoma mbl.is er glæsileg og vert að óska Moggamönnum til hamingju. Enginn netmiðill kemst með hælana þar sem mbl.is er. Og framtíðin er í vefmiðlun. Spurningin er aðeins hvort og þá hvernig stjórendnum í Hádegismóum tekst að samþætta vefmiðlun og pappírinn.
Samkeppnisforskot mbl.is á vísi.is er svo sláandi að erfitt er að sjá hvernig 365 ætla sér að standast samkeppnina. Fréttavefur Moggans er raunar þannig að hann er fyllilega samkeppnisfær við það besta sem verið er að gera í öðrum löndum.
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Kolbeinn undir smásjánni
Vefmiðilinn FansFC.com fullyrti á mánudag að Everton og Hearst hefðu augastað á Kolbeini Sigþórssyni, fótboltakappa út HK. Auk þess er PSV einnig nefnt til sögunnar.
"Ég hef fengið símtöl frá fjölmörgum klúbbum," hefur vefsíðan eftir talsmanni Kolbeins án þess að nefna hann á nafn en hann nafngreinir meðal annars áðurnefnd félög.
Vefsíða The Scotsman segir hins vegar sama dag að forráðamenn Hearts hafi ekki hug á því að bjóða Kolbeini í heimsókn. Þar segir meðal annars:
"HEARTS today refuted claims they are monitoring 16-year-old Icelandic striker Kolbeinn Sigthorsson. The HK Kopavogur player rose to prominence on Saturday with four goals in Iceland Under-17s' 6-5 victory over Russia, prompting reports of interest from Tynecastle. "I've had phonecalls from a lot of clubs. Teams like Everton, Hearts and PSV have asked to have Sigthorsson over for a trial," claimed a representative of the striker. John Murray, director of Hearts' youth academy, admits to a knowledge of Sigthorsson but stressed that he had no interest in luring him to Edinburgh. "That's not true. We haven't asked the boy over," said Murray. "I know about him because he scored a couple of goals against Ireland under-17s in a recent qualifier, but we were more interested in keeping tabs on one of the Irish boys, Euan O'Kane. He's been here for a trial before and we have people in Ireland monitoring his progress."http://sport.scotsman.com/football.cfm?id=468302007