Miðvikudagur, 28. mars 2007
Actavis í Víetnam
Actavis Group mun opna umboðsskrifstofu í Víetnam í komandi mánuði og samkvæmt þarlengum heimildum verður í framhaldinu skoðað hvort fýsilegt sé að opna lyfjaverksmiðju.
Haft er eftir Jónasi Tryggvasyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs fyrirtækisins í Austur-Evrópu og Asíu að Víetnam sé áhugaverður markaður, hagvöxtur sé þar mikill og þjóðfélagið ungt.
Því er haldið fram að opnun skrifstofunnar sé fyrsta skrefið til frekari markaðssóknar sem miðist að því að hefja lyfjaframleiðslu í samstarfi við þarlend fyrirtæki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Velkominn á moggabloggið, félagi.
Pétur Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.