Á sunnudag hefst fjörið

Fyrir okkur sem eru veikir fyrir veiði þá hefst fjörið á sunnudag, eini vandinn er sá að þá verð ég á Skútustöðum í góðu yfirlæti hjá Ragga á Hótel Seli. Við ætlum að keyra í þrjá daga (á sleða) en vera í góðu yfirlæti á kvöldin á Hótel Seli.

Ef þið hafið ekki komið í Mývatnssveit og gist á Seli, þá er kominn tími til. Þið fáið ekki betri og persónulegri þjónustu. Ef einhver vandamál koma upp, þá eru þau leyst - á Skútustöðum eru engin vandamál. Svo einfalt er það.

Hótelið er frábært, herbergin eins og best verður á kosið og maturinn - ja þið verðið bara að reyna.

En nú er veiðitíminn að hefjast. Loksins. Ef einhver er orðinn mjög óþreyjufullur þá er rétt að hafa samband við Þröst Elliðason og kaupa dag í Millivallalæk. Stórir fiskar - ótrúlega stórir + 10 pund - og frábært veiðihús. Og allt þetta kostar minna en tveggja punda lax á versta tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband