Mogginn sendir útgerðarmönnum tóninn

Morgunblaðið er tilbúið enn á ný í slaginn við útgerðarmenn. Í leiðara blaðsins í dag er ekkert verið að skafa af hlutunum.

Ég fæ hins vegar ekki betur séð en að tilefni hinna hörðu viðbragða Styrmis Gunnarssonar og Morgunblaðsins sé fremur léttvægt. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur skrifaði fyrir skömmu grein í blaðið þar sem hann fjallaði um ákvæði laga um að nytjastofnar væru sameigin þjóðarinnar og mismunandi skilning sem menn leggja í þetta ákvæði.

Greinina kallar Morgginn vitleysu og furðulegan málflutning. Og síðan snýr blaðið sér beint að útgerðarmönnum og hefur ekki í langan tíma skrifað jafnharkalega í þeirra garð: 

"Ef íslenzkir útgerðarmenn og talsmenn þeirra vilja hefja þennan slag á nýjan leik mun ekki standa á þeim, sem tekið hafa til varnar fyrir rétt íslenzku þjóðarinnar til þess að eiga þá auðlind, sem Alþingi Íslendinga hefur undirstrikað að sé sameign hennar, að taka þátt í þeim leik. En útgerðarmenn munu ekki ríða feitum hesti frá þeim umræðum.

Hinir vitrari menn í þeim hópi ættu að hafa vit fyrir þeim, sem nú eru að ana út í ófæru."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Aldrei þessu vant er ég sammála leiðara Morgunblaðsins enda skrifaði ég um þetta á bloggið mitt og fjallaði um það í pistli á Útvarpi Sögu á þriðjudaginn var.

Sigurjón Þórðarson, 29.3.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Minn kæri.  Svo er, að komið er svo fyrir afar mörgum lögspekingum, að svona réttir og sléttir brauðstritarar eru lögnu hættir að taka hót mark á þeim.

 Það liggur ljóst fyrir og er staðfest fyrir Hæstarétti, að útgerðamenn geta ekki einusinni verið í svonefndri ,,góðri trú", -hugtak sem ku vera mikið notað í lögfræðum og mun hafa mjög afgerandi áhrif á dóma,- Vegna þess eins, að Vatneyrardómurinn tók af öll tvímæli í þesum efnum. 

EKKI GETUR MYNDAST EIGNARRÉTTUR EÐA BÓTARÉTTUR VEGNA ÚTHLUTUNAR KVÓTA EÐA AFNÁMS HANS.  ÞEtta er morgunljóst en auðvitað vilja LÍjúgarar halda hinu gagnstæða fram og lái ég þeim það ekkert.

Hitt er svo annað mál og ótengt, hvernig Löggjafinn bregst við vingulshætti í lögskýrendum.

mér finnst. til dæmis, gersamlega furðulegt, að einn mest mærði lögspekingur okkar fer 180° í sínum áherslum í lögskýringum.

Þegar hann varði fimlega forsetan þá hann synjaði staðfestingar, þá lagði hann mjög útfrá ,,vilja löggjafans" ritaði gott mál um einmitt þennann vilja og taldi einsýnt, að dómstólar skyldu fara að vilja löggjafans.  Núna aftur á móti snarsnerist hann og taldi SAMA vilja, þ.e. núverandi löggjafa, léttvægan og ætluð lög umþjóðareign ómark og plat. 

Ég græt stundum heimsku mína fögrum tárum, þegar svona skarpir menn tala yfir mig.  Ég finn svo sárt til minnimáttar og ríf hár mitrt og skegg, yfir minni ógæfu, að hafa verið borinn svona vitlaus.

kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.3.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband