Samþjöppun á markaði atvinnuhúsnæðis

Augljóst er að veruleg samþjöppun er að verða á fasteignamarkaði eftir að Kaupþing ákvað að selja Eik til Eikarhalds ehf. - sameiginlegs félags sem Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson fara með meirihluta í. 

Eikarhald ehf. er í eigu Baugs Group hf. (22,7%), FL Group hf. (49%), Fjárfestingafélagsins Primus ehf. (10,15%) og Saxbygg ehf. (18,15%).

Baugur er aðaleigandi Stoða stærsta fasteignafélag landsins. Hagnaður félagsins á liðnu ári nam alls 11,4 milljörðum króna. Stoðir eru leiðandi í útleigu verslunar og skrifstofuhúsnæðis til traustra aðila með yfir 400.000m2 í eignasafni sínu á Íslandi, sem og um 300.000m2 í Danmörku í gegnum fasteignafélögin Atlas I og Atlas II.

Baugur á 48,2% hlutafjár í Stoðum, og Ingibjörg Pálmadóttir og eignarhaldsfélag hennar ISP á 17,6%. Þá á Kaupþing banki tæp 25%.

Í byrjun mars var tilkynnt að Stoðir hefðu keypt Landsafl af Landsbankanum og Straumi-Burðarási. Félagið er 100 þúsund fermetra af húsnæði á sínum vegum. Meðal helstu fasteigna Landsafls hf. eru Höfðabakki 9, Holtavegur 8 og 10, Suðurlandsbraut 24 og Rannsóknarhúsið á Akureyri.

Í lok febrúar keyptu Stoðir hf. allt hlutafé FS6 ehf. af SJ1 ehf. og Glitni eignarhaldsfélagi hf. Með kaupunum fylgdu Kringlan 1, 5 og 7 auk lóða og byggingarréttar sem tengjast þeim.

Þess verður vart langt að bíða að Eik renni með einhverjum hætti inn í Stoðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvernig er það aftur, hvenær varð bönkum heimilt að reka fasteignafélög?

Einusinni í það minnsta var það óheimilt samkv bankalögum.  Var það gert til þess, að bankar gætu ekki safnað upp húsnæði og stundað útleigu í stórum stíl.  Þetta var gert til varnar viðskipta,,vinum" bankana, að freistingarnar yrðu ekki of miklar, að bjóða ofanaf fólki og leigja svo aftur.

He´r þarf að sópa mikið og vel, ef svona er farið  annaðhvort með lagabreytingum eða öðru miður skemmtilegu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.3.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband