Fimmtudagur, 29. mars 2007
Króníku-ævintýrið úti
Nú er Króníku-ævintýrið úti. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson hafa selt blaðið til útgáfufélags DV og munu hér eftir starfa fyrir félagið. Þetta varð því styttra gaman en til stóð, en yfirlýsingar Sigríðar Daggar um gera "betur en allir aðrir fjölmiðlar á Íslandi" hafa gufað upp.
Króníkan kom aðeins út í sjö vikur og því miður nái blaðið ekki því flugi sem aðstandendur þess vonuðust til. Kannski var aldrei rúm fyrir vikublað af þessu tagi, en ekki er þó hægt annað en að dáðst af þeim Sigríði Sögg og Valdimari að hafa kaft kjark til að ráðast í ævintýrið. Sumar sitja bara og láta sig dreyma en aðrir framkvæma.
Vandinn kann einnig að hafa legið í hástemmdum yfirlýsingum sem byggðu upp of miklar væntingar sem engin leið var að uppfylla.
Á bloggi sínu sagði Sigríður Dögg meðal annars 19. janúar síðastliðinn:
"Blaðið verður ekki líkt neinu öðru blaði sem við höfum séð, hvorki íslensku né erlendu. Það er mótað algerlega frá grunni samkvæmt okkar hugmyndum um vandað, gott, efnisríkt tímarit sem uppfyllir þarfir lesenda sem gera kröfur.
Ekki bara kröfur til vandaðra fréttaúttekta og fréttaskýringa, sem við munum að sjálfsögðu gera betur en allir aðrir fjölmiðlar á Íslandi, heldur einnig vandaðs smáefnis, viðtala og skemmtiefnis, sem alls ekki má vanmeta í svona blaði.
Útlit blaðsins er líka einstakt. Við höfum ekki haft nein önnur blöð til fyrirmyndar í þeim efnum þótt að sjálfsögðu sé ekki hægt að finna hjólið upp oft."
24. janúar sagði hún einnig:
"Við erum að búa til vikurit sem er byggt algerlega á okkar hugmyndafræði um vandaðan, efnisríkan fjölmiðil sem fullnægir jafnt fróðleiksfýsn lesenda og þörf fyrir afþreyingu."
Og í 20. febrúar, eftir að Króníkan leit dagsins ljós, skrifaði Sigríður Dögg:
"Það er skemmst frá því að segja að við höfum fengið frábærar viðtökur frá lesendum vegna fyrsta tölublaðs Krónikunnar og söfnun áskrifenda gengur vel.
Blaðið er uppselt á fjölmörgum sölustöðum og hefur fólk meira að segja lagt leið sína hingað á ritstjórnarskrifstofurnar á Hverfisgötunni til þess að ná sér í eintak af blaðinu."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.