Kvennavandræði Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn getur kannski verið sæmilega sáttur við niðurstöðu nýjustu könnunar Gallups, sem Morgunblaðið segir frá í dag, með 36,7% fylgi, nokkru meira en í síðustu könnun. Og þó.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal karla virðist vera traust en 42,6% þeirra segjast kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Flokkurinn á hins vegar erfitt uppdráttar meðal kvenna. Innan við þrjár af hverjum tíu konum ætla að leggja sjálfstæðismönnum lið (29,5%). Ef konur hefðu einar atkvæðisrétt væru vinstri grænir stærsti flokkurinn en rúm 32% þeirra segjast kjósa flokkinn. Um 24% kvenna styðja Samfylkinguna.

Af niðurstöðum könnunar Gallups er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er í kvennavandræðum. Kosningabarátta flokksins hlýtur að taka mið af þessum staðreyndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og vel með konurnar.. skiljanlegt...

En hvernig í ósköpunum stendur á því að tæpur helmingur karlmanna í þjóðfélaginu kýs alltaf sama flokkinn? Aftur og aftur og aftur..

Er þetta kannski Ótti við breytingar..?

Ég bendi öllum Sjálfstæðiskarlmönnum á.. nær og fjær að lesa þessa bloggfærslu mína hér  http://sigrunb.blog.is/blog/bjorg_f/entry/163297 .. þar hef ég párað niður nokkur góð ráð um hvernig er hægt að losa sig úr viðjum vanans.. (Að halda fast í gamlan vana er yfirleitt Ótti í dularklæðum  )

Kvennþjóðinn þráir breytingar -

Björg F (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband