Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Sjálfhverfni fjölmiðla
Ný hugmyndafræði virðist vera að fæðast í íslenskri blaðamennsku. Dagblöð eru farin að ræða við sig sjálf. Sjálfhverfni fjölmiðla er því að komast á nýtt stig, en viðtöl við samverkamenn hafa fram til þessa ekki verið mikið þekkt nema á öldum ljósvakans.
Á forsíðu Morgunblaðsins er viðtal við blaðamann blaðsins um ágæti tónleika Bjarkar í gærkvöldi: "Ég er verulega sáttur við frammistöðu Bjarkar," sagði Arnar Eggert Thoroddsen, sem er blaðamaður Morgunblaðsins og kynntur til leiksins sem slíkur.
Síðar er haft eftir honum að Björkin sé enn að vaxa og er þau orð notuð í fyrirsögn.
Er sá tími að renna upp í íslenskri fjölmiðlun að hætt verður að leita út fyrir veggi ritstjóra, þegar aflað er upplýsinga eða dregin fram álit á mönnum og málefnum? Í aðdraganda kosninga verður forvitnilegt að fylgjast með þessum nýju vinnubrögðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þá má ekki gleyma því þegar vefdeild Morgunblaðsins tók viðtal við ,,stjórnmálaútskýranda" eftir eina könnun blaðsins sem var þá fenginn til að túlka niðurstöðurnar, en þar var mættur Ólafur nokkur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, en þess var þó hvergi getið.
Ætli mogginn sé að einangrast þarna upp í Hádegismóum?
daníel (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.