Steingrímur J. boðar stefnubreytingu

Steingrímur J. Sigfússon lýsti því yfir í gærkvöldi að Vinstri grænir hefðu fallið frá hugmyndum um að hækka fjármagnstekjuskatt í 18%. Hann telur það ekki lengur skynsamlegt að hækka skattinn svo mikið, enda hætta á að fjármagnseigendur hreinlega fari úr landi. Þess í stað vilja vinstri grænir "aðeins" 14% fjármagnstekjuskatt.

Augljóst er að hækkun fjármagnstekjuskatts er ekki lengur mikið hjartansmál Steingríms J. og ekki úrslitaatriði í viðræðum um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Þar með hefur enn einni hindrun fyrir samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna verið rutt úr vegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband