Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Afmælisveisla Björgólfs Thors vekur athygli
Björgólfur Thor Björgólfsson hélt veglega afmælisveislu fyrir vini og vandamenn fyrir skömmu.
Eins og gengur þá fylgdist Séð og heyrt með. En fleiri fjölmiðlar en þeir íslensku höfðu augum opin. The Jamaica Observer greinir frá veisluhöldunum sem eru sögð hafa vakið athygli eyjaskeggja.
Þar er því haldið fram að skipuleggjandi afmælisins hafi haft um 3 milljónir dollara (um 200 milljónir króna) til að gera allt sem best úr garði. Fifty Cent mun hafa verið með skemmtiatriði og orustuþotur eru sagðar hafa flogið yfir. Björgólfur Thor er síðan hafa dvalist um borð í eigin snekkju - The Parsifal, serm er hér á myndinni til hliðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Athugasemdir
...geta þeir ekki eytt þessum peningum í eitthvað betra?
erhm til dæmis hérna er ein brjálæðisleg hugmynd, fólk sem er að deyja úr hungri? eða búa til nýjan og betri háskóla eða listaháskóla. Besta auglýsingin fyrir þjóðina er menntað og gáfað fólk, ekki eitthver yahoo sem á alltof mikin pening og eyðir því í eitthvað kjaftæði. Ég veit að þetta er peningurinn hans... but he is still a douche bag.
Blorgen (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 13:33
Heill og sæll Óli Björn.
Ég verð að gera smá athugasemd við þig Björgólfur Thor er kominn að góðu fólki og hefur verið í fararbroddi í íslensku samfélagi hvað varðar gjafa til mannúðarmála og hefur skapað gífurlegar tekjur til okkar þjóðfélags.
Þess vegna má hann halda veislu fyrir sig og sína án þess að nokkrum komi það við. Með þessari umfjöllun er verið að rífa hann niður með neikvæðri mynd eins og þú dregur hér upp sem líkist öfund þér væri nær að sýna framá hvað hann hefur gert gott fyrir okkar þjóð með framförum í formi viðskipta og tekna.
Það er mín skoðun að þetta ekki rétt hjá þér Óli Björn. og ekki sæma þér sem traustum ritstjóra til áratuga að láta svona.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.4.2007 kl. 14:00
Afhverju má fólk sem er búið að vinna fyrir peningunum sínum ekki nota það sjálft. Veit ekki betur en að Björgúlfsfeðgar og Baugsfeðgar séu mjög duglegir við að gefa peninga. Til dæmis hafa þeir gefið margar margar milljónir til háskólanna hérna, barnaspítala hringsins, eru styrktaraðillar hjá mörgum þörfum málefnum, gefa peninga um jól og hátíðir til að hjálpa fólki sem á minna en aðrir að halda gleðileg jól eða páska. Flestar þessar gjafir eru nafnlausar þar sem þeir vilja ekki slá um sig með þessum gjöfum. Eða er það ekki nóg, eiga þessir menn að gefa alla peningana sína og fara að vinna sem verkamenn eða...? Peningarnir gera meira gagn hjá fólki sem kann með þá að fara en fólki sem heldur að það sé til endalaust af þeim og bankarnir eigi að greiða niður yfirdráttin fyrir það sem fólk tók sjálft af því að það gat ekki skorið niður óhóflega neyslu og þurfti að gefa barninu sínu ps3 í sumargjöf.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 19:16
Svo má ekki gleima því að þeir borga miljarða í skatta sem fara í að byggja upp vegi, læknisþjónustu, skólana og margt fleirra. Þessi skattpeningur er ekki komin til af sjálfum sér, þeir hafa unnið hörðum höndum að stækka og auka vöxt fyrirtækjanna sinna erlendis og hérna heima. Þetta starf hefur skilað þessum skattpeningum hingað. Svo má ekki gleima að í alþjóðavæddu umhverfi sem við lifum í núna gætu þessir menn flutt peningana úr landi svo þeir þyrftu ekki að borga svona mikinn skatt eins og þeir gera hérna. Heldur hafa þessir menn ákveðið að halda stórum hluta eftir hérna heima af hreinni og beinni góðvild til íslendinga, ekki af því að skattaumhverfið eða viðskiptaumhverfið er svona hagstætt hérna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 19:24
Mig langar að svara þér Bjöggi.
Ég er nefnilega hjartanlega sammála þér eins og ég sagði í stuttu máli mínu. þess vegna skil ég ekki skrif Óla Björns um þessi mál.
Öll þessi þjóð veita að þessir heiðursmenn hafa verið að gera góða hluti enn það eru alltaf til fólk sem líður illa og þarf að tjá sig með þessum hætti. Það kemur ekki nokkrum manni við hvað ég geri ég þarf ekki að upplýsa það fyrir alþjóð svo það sé á hreinu ég þarf ekki að ná athygli með svona skrifum um fólk sem gerir ekki nokkrum manni neitt höfum það hugfast gleðjumst frekar enn að alla á fúlmensku.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.4.2007 kl. 20:57
Hhem, ég held að óli björn sé ekki að skammast eitthvað, í það minnsta get ég ekki skilið hann svo. Hann er í raun að segja bara frá slúðri eða staðreynd veit reyndar ekki hvar hann hefur sínar upplýsingar og það skiptir ekki öllu. Það eru ekki stakt orð um persónu Bjögga Thors þarna eða annað sem getur talist niðurrif á hans verkum. Það er í raun með ólíkindum að þið getið fundið að þessum skrifum. Þetta er í raun bara einsog að lesa séð og heyrt eða annað slúður. Bara skemmtilegt.
-gunni
Gunnar Pétur Garðarsson, 10.4.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.