Ekki vilja allir vera með Ómari

Íslandshreyfing Ómars og Margrétar vinnur nú að því að finna frambjóðendur í öllum kjördæmum landsins og gengur misvel.

Jakob Frímann Magnússon er sagður hafa farið víða og talað við marga og boðið sæti á framboðslistum en fengið misjafnar undirtektir. Ekki síst áttu viðmælendur hans á föstudaginn langa erfitt með að ræða um framboð á vegum Íslandshreyfingarinnar - mun raunar einn þeirra hafa talið krossfestingu á dagskrá fremur en framboð.

Birgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri, er fyrir löngu orðinn landskunnur jafnt sem blaðamaður og fræðimaður. Fram til þessa hefur hann verið fremur talinn hallur undir framsókn en Íslandshreyfingin hefur haft augastað á honum sem leiðtoga í Norðausturkjördæmi. Mínar heimildir herma (eftir að hafa dvalist í rúma viku í kjördæminu) að gengið hafi verið mjög á eftir Birgi og honum boðið nær allt, bara ef hann tæki sæti á framboðslista Íslandshreyfingarinnar. Birgir, af kunnri hógværð, afþakkaði - hefur ekki áhuga á að taka þátt í starfi Íslandshreyfingarinnar.

Hugur hans er að sinna sínu við Háskólann og gera út trilluna sem hann á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband