Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Eru lærifeður synir, bræður eða ...?
Tvo lærifeður átti ég í Menntaskólanum á Akureyri og hvorugur ber ábyrgð á mér, þó báðir hafi reynt til hins ítrasta að koma mér til manns. Svo nátengdir eru þeir mér að í mínum huga eru þeir á stundum einn og sami maðurinn.
Valdimar Gunnarsson sendi þessa athugasemd við færslu mína fyrr í dag. Er ég þá búinn að gera Sverri Pál að syni Valdimars, sem er líffræðilega útilokað, jafnvel þó Siglfirðingurinn Sverri Páll, sonur Erlends, eigi hlut að máli og líti út fyrir að vera yngri en hann er í raun.
Annars eiga allir sem hafa áhuga á góðu íslensku máli, þar sem menn sem kunna að halda um penna, að lesa bloggin hjá þessum mögnuðu skólamönnum (sem útskrifuðu mig tvisvar úr Menntaskólanum á Akureyri, þar sem fyrri tilraun var ekki marktæk enda undir stjórn þess mæta mannsTryggva Gíslasonar).
Fáir ef nokkrir hafa haft meiri áhrif á mig, skoðanir mínar og hugmyndir en þeir félagar Valdimar Gunnarsson og Sverrir Páll Erlendsson, nema þá Guðmundur Heiðar Frímannsson. Og þó erum við yfirleitt ósammála um allt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú að því leyti skiljanlegt að Valdimar er talsvert eldri en ég
En í raun og veru segi ég engum til syndanna með þessu, ég set þetta einfaldlega fram til að minna á þessa þróun málsins, bæði ofsafengið linmæli, ef ég má leyfa mér að segja svo, og ýmislegt annað óskýrmæli, og ef menn vilja svo rifja upp það sem áður var talið uppeldis- og fyrirmyndarhlutverk útvarpsins þá bara gera þeir það.
Margt annað í pistlum mínum má svo segja að séu skammir eða að minnsta kosti alvarlegar aðfinnslur við málfar fjölmiðla.
Þakka þér svo kútur minn fyrir það sem þú segir fallegt um okkur félagana.
Sverrir Páll Erlendsson, 10.4.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.