Hver er þessi Magnús Schram?

Viðbrögðin við netgrein Uwes E.  Reinhardts, prófessors við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum eru furðuleg eins og bent er á hér.

Ég hef að vísu ekki mikinn húmor fyrir þessum skrifum prófessorsins, en þar sem ég þekki aðeins til í bandarísku háskólalífi þá kippi ég mér ekki mikið upp við misheppnaðan húmor, hvað þá þegar vinstri sinnaðir háskólakennarar reyna að gagnrýna andstæðinga sína með undarlegum og furðulegum húmor. Reinhardt er hins vegar vinstri maður sem er tilbúinn til að gagnrýna´"sitt fólk" og þá harðar og óvægnara en hann gerir á stundum gagnvart andstæðingum. Slíka menn kann ég að meta. (Miðað við það litla sem ég hef lesið þá fær ég ekki betur séð en að Reinhardt væri í hópi þeirra sem sækja landsfund Sjálfstæðisflokksins, um komandi helgi, væri hann Íslendingur).

Þegar háskólamennari líkt og Reinhard, vill vera fyndinn, og ætlar sér heldur betur að slá í gegn með því að gagnrýna stríðið í Írak, með því að leggja til árás á Ísland, þá ættu góðir og siðprúðir Íslendingar að draga andann. Magnús Schram er ekki tilbúinn til þess og hreytir út úr sér:  "You are a bloody motherf—ker," Magnus Schram wrote to Reinhardt last night. "It would please [me] if you would die in flames ... your ancestor was probably a poor Irishman who traveled across the sea in search for a better life."

Nú er bara spurningin: Hver er þessi Magnús Schram?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örugglega einn af of mörgum Íslendingum sem hafa glápt á of marga bandaríska þætti og þar af leiðandi búnir að steikja hausinn á sér með týpískum amerískum afleiðingum.

Jón Þór (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband