Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Jón Ásgeir lætur finna fyrir sér
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri og aðaleigandi Baugs, er farinn að láta finna fyrir sér og forstjórnar fyrirtækja sem Baugur hefur fjárfest í komast ekki hjá öðru en leggja við hlustir.
Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Baugur sé farinn að herða tökin á Moss Bros - verslunarkeðjunni með fatnað fyrir karlmenn - eftir að ljóst var að hagnaður fyrirtækisins drógst verulega saman milli ára. Hið sama á við um Woolworths, en í viðtali við Financial Times í dag gagnrýnir Jón Ásgeir stjórnendur verslunarkeðjunnar.
Baugur stefnir að því að setja itvo stjórnarmenn í stjórn Moss Bros, en Baugur á 28,5% hlutfjár í keðjunni í gegnum Unity Investment. TimesOnline segir að eignarhlutur Baugs í Unity sé 37,5%, og að FL Group eigi jafnstóran hlut. Kevin Stanford, sem m.a. stofnaði Karen Millen (sem Baugur keypi) á 25% í Unity.
Hagnaður Moss Bros, á reikningsárinu sem endaði í janúar sl. lækkaði um 1,1 milljón punda á milli ára og nam alls 5,1 milljón. Þegar tekið hefur verið tillit til söluhagnaðar eigna nam hagnaðurinn hins vegar 3,4 milljónum.
Það virðist því augljóst að Jón Ásgeir er að þétta tökin á þeim fyrirtækjum sem hann hefur verið að fjárfesta í, enda ljóst að þar sem hann hefur tekið stjórnina hefur gengið vel, eins og arðgreiðslur frá Iceland-keðjunni sýna, en þar fær Baugur um 12 milljarða í arð sem er sexfalt kaupverðið, líkt og Markaðurinn upplýsir í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.