Fimmtudagur, 12. apríl 2007
3,3 milljarðar vegna erlendra kvikmyndagerðarmanna
Meistari Clint Eastwood segir að þegar hann flaug yfir hina "svörtu sanda og hraun" Íslands hafi honum orðið það ljóst að landið bauð upp á hið hrjúfa og óvenjulega landslag sem hann var að leita að vegna töku á stórmyndinni Flags of Our Fathers.
Þetta kemur fram á vefsíðu Variety, sem löngum hefur þótt ein besta fréttaveita bandaríska skemmtiiðnaðarins.
Greinin er undir fyrirsögninni: Íslensk náttúra laðar að sér stóru nöfnin. Þar eru nefnd nokkur dæmi um kvikmyndir sem teknar hafa verið upp hér að hluta, en einnig fjallað um endurgreiðslu kostnaðar, sem erlendir kvikmyndagerðarmenn fá vegna starfa sinna hér á landi. Því er haldið fram að á síðustu fimm árum hafi erlendir kvikmyndagerðarmenn varið um 50 milljónum dollara (um 3,3 milljörðum króna) hér á landi en fengið endurgreitt, samkvæmt reglum, 9,8 milljónir dala (um 653 milljónir króna).
Grein Variety er mjög lögsamleg og gerir ekki annað en að styrkja enn frekar sókn Íslands inn á erlenda markaði sem úrvalstökustaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.