Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Björk á heiðursplötu Joni Mitchell
Sérstök heiðursplata með lögum Joni Mitchell mun koma út 24. apríl næstkomandi og er Björk meðal flytjenda. Hún flytur þar lagið Boho Dance, sem kom út árið 1975.
Björk með í góðum hópi flytjenda. Prince, Annie Lennox, Elvis Costello, James Taylor, Emmylou Harris og fleiri eru með lög á plötunni, (eða disknum, eins réttar væri að segja).
Margir gagnrýnendur hafa kallað Mitchell besta lagahöfund sinnar kynslóðar, en auk lagasmíða er húnþekkt ljóðskáld og myndlistarmaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, Joni Mitchell er snillingur. Hún hefur aldrei þurft að apa eftir öðrum. Sveitin sem hún hlóð um sig á Shadows and Light tímabilinu, þó að maður nefni bara Jaco Pastorius og Pat Metheny, sýndi og sannaði að þar var vandað efni á ferð í alla staði. Joni Mitchell kitlaði fjölmargar tónlistarstefnur og ég man ekki eftir lágkúru hjá henni eða að hafa heyrt eitthvert verk þar sem hún hefur ekki haft helling að segja. Og það er heiður fyrir Ísland og Björk, svo góð sem hún annars er, að fá tækifæri til að heiðra Joni Mitchell með þessum hætti.
Sverrir Páll Erlendsson, 12.4.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.