Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Boston Now kemur út í dag - Baugur aðalbakhjarlinn
Fyrsta tölublað Boston Now, fríblaðs sem dreift er í Boston í Bandaríkjunum, kom út í dag. Útgefandi er 365 Media USA. Blaðið er eitt útrásarverkefna Gunnars Smára Egilssonar en bakhjarlinn er Baugur.
Gunnar Smári segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag (vb.is) að ætlunin sé að hefja útgáfu fríblaða í tíu borgum Bandaríkjanna á næstu þremur árum. Boston Now verður dreift í 200 þúsund eintökum í dag og þá fyrst og fremst á lestarstöðvum og á götuhornum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.