Bændur sækja fram

Á síðustu árum hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þeirri umbreytingu sem orðið hefur í íslenskum landbúnaði. Vissulega hefur bændum fækkað og þeim mun örugglega fækka enn frekar á komandi árum. En á móti hafa komið fram á sviðið frjálshuga bændur, fullir sjálfstraust sem hafa trú á framtíðina. Ekki það að alla tíð hafa verið til stíghuga menn í íslenskri bændastétt, - vandinn hefur verið sá að þeim hefur skipulega verið haldið niðri af ótrúlega vitlaustu kerfi opinberra afskipta.

Ein mynd aukins sjálfstraust bænda á Íslandi er útgáfa Bændablaðsins - sem er eithvert besta fréttablað sem gefið er út hér á landi. Nú hefur Bændablaðið opnað nýjan fréttavef, sem ég hvet alla sem hafa áhuga á þjóðmálum - og landbúnaður skiptar þar stóran sess - að kynna sér.

Vert er að óska Bændablaðinu til hamingju með nýja vefinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband