Réttar spurningar

Ég held áfram að varpa fram spurningum til frambjóðenda nú þegar kosningar nálgast. Finnst raunar að fjölmiðlungar ættu að huga að því að leita svara við spurningum sem sumar eru kannski léttvægar en aðrar skipta máli og geta varpað ljósi á það hvort samhengi sé á milli stefnu, hugsjóna og framkvæmda.

Fyrir nokkrum dögum varpaði ég fram þremur spurningum en hef ekki orðið var við svör. En ég held áfram og ekki væri úr vegi að fleiri legðu mér lið.

Guðjón Arnar Kristjánsson:

Tillögur frjálslyndra í skattamálum virðast ekki ganga upp. Er það ætlun ykkar að hækka skattleysismörk þannig að þeir sem hafa tekjur undir 250 þúsund krónum njóti 150 þúsund króna skattleysis en þeir sem eru yfir þeirri fjárhæð séu með mörkin við 122 þúsund? Með öðrum orðum sá sem er með 250 þúsund í mánaðartekjur er með lægri ráðstöfunartekjur en sá sem hefur 245 þúsund á mánuði.

Hvað kosta tillögur frjálslynda um hækkun skattleysismarka og hvernig verða þær fjármagnaðar?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:

Jón Baldvin Hannibalsson hélt því fram í ritdómi í Morgunblaðinu að sameining vinstri manna hefði mistekist. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingar, tekur undir þetta og segir engin ný tíðindi. Ertu sammála þessum tveimur félögum þínum?

Geir H. Haarde:

Er það skýr stefna Sjálfstæðisflokksins að einkavæða orkufyrirtækin ef flokkurinn heldur áfram í ríkisstjórn á komandi kjörtímabili? Ef svo er hvaða orkufyrirtæki vill Sjálfstæðisflokkurinn selja, hvenær á að selja og hvernig á að standa að sölunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Stimpilgjöldin:  Fyrir síðustu kosningar lofuðu Djálfstæðismenn, að stimpilgjald yrði afnumið af lánum. Nú er þetta loforð endurvakið með fleirum. Árni Matt. sagði nýlega, að aðstæður séu ekki þannig að hægt sé að taka það af.  Hvað aðstæður þurfa að vera fyrir hendi svo hægt sé að afnema stimpilgjöld af lánum eða er þetta bara fyrirsláttur.

Auðun Gíslason, 18.4.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Óli Björn Kárason

Ég hygg að þetta sé rétt hjá þér. Við hljótum að bæta þessari spurningu við:

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa við ítrekuð loforð, sem ekki hafa verið efnd, um að afnema stimpilgjöld? Og afhverju getum við treyst því að staðið verði við gefin fyrirheit nú?

Óli Björn Kárason, 18.4.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Við erum búnir að vinna heimavinnuna okkar, þú þarft ekki að óttast neitt. Þú munt geta kynnt þér vandaðar tillögur í þaula. Ég skora á þig að kynna þér þingsályktunartillögu mína um að afnema stimpilgjöld í áföngum.

Hið sama á við um afnám skattlagningar á lægstu laun. Við hljótum að ætla að reka ríkisbáknið öðruvísi en að ætla að rífa af þeim sem hafa lægstu tekjurnar.

Sigurjón Þórðarson, 18.4.2007 kl. 14:51

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Við erum búnir að vinna heimavinnuna okkar, þú þarft ekki að óttast neitt. Þú munt geta kynnt þér vandaðar tillögur í þaula. Ég skora á þig að kynna þér þingsályktunartillögu mína um að afnema stimpilgjöld í áföngum.

Hið sama á við um afnám skattlagningar á lægstu laun. Við hljótum að ætla að reka ríkisbáknið öðruvísi en að ætla að rífa af þeim sem hafa lægstu tekjurnar.

Sigurjón Þórðarson, 18.4.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Óli Björn Kárason

Sigurjón: Þú ert annar frambjóðandi frjálslyndra, (Jón Magnússon ætlar ekki að svara) sem kemur sér hjá því að svara efnislegum athugasemdum mínum, um skattatillögur ykkar, sem virðast ekki ganga upp. Er einhver ástæða fyrir því?

Óli Björn Kárason, 18.4.2007 kl. 15:28

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í vinstri stjórnum hefur alltaf verið lítið um efndir á þeim loforðum sem koma í aðdraganda kosninga, ekki þar með sagt að þeir hægri hafi efnt allt, en þeir eru betri.  Nú vitum við allt um stimpilgjöldin, ekki satt??

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2007 kl. 23:05

7 Smámynd: Presturinn

Sæll Óli og takk fyrir skemmtilega umræðu,

Mér finnst alltaf jafn gaman af því að Ómar Ragnarsson má ekkert segja án þess að hann sé spurður hvað það kosti. Aðrir fá að blaðra út í það óendanlega án þess að vera spurðir að því sama:)

Svo er rosalega vandræðalegt að hlusta á allt þetta rugl manna um heimavinnu og hugmyndavinnu án þess að þeir þurfi að sýna nokkurn skapaðan hlut? Eigum við ekki kröfu á frambjóðendur að þeir reikni loforð sín til enda? Sýndu okkur útreikninga Sigurjón!! það sama á við um samfylkinguna sem telur sig geta forðast það með því að láta Jón Sig kvitta undir. Og hvað með að láta VG reikna út hversu mikið fjármagn hverfur úr landi við hækkun fjármagntekjuskatts? Hvernig væri að spyrja VG hvað þeira eiga við með því að "breyta skattkerfinu án þess að auka tekjur þess". . . hvað þýðir þetta?

Séra P

Presturinn, 19.4.2007 kl. 10:06

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Óli Björn:

Ingibjörg er víst búin að svara spurningunni:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item151576/

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.4.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband