Íslandsmet á morgun

Flestir búast við því að Íslandsmet verði slegið á morgun, þegar Exista tilkynnir um afkomu félagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins. Greiningardeild Glitnis banka gerir ráð fyrir að hagnaðurinn verði 54,6 milljarðar króna, sem jafngildir 18,2 milljörðum króna í hverjum mánuði að meðaltali. Greiningardeild Landsbankans er enn bjartsýnni og spáir um 60 milljarða hagnaði.

Þessi gríðarlega góða afkoma Exista endurspeglar góðan árangur í kjarnafjárfestingum félagsins og þá fyrst og fremst í Kaupþingi og Sampo, finnska tryggingafélaginu. Kaupþing mun raunar einnig birta afkomu sína á morgun og reikna flestir markaðsaðilar með að bankinn sé með um eða yfir 20 milljarða hagnað á fyrsta ársfjórðungi.

Exista beitir svokallaðri hlutdeildaraðferð og færir því hlutdeild í hagnaði fyrirtækjanna í samræmi við eignarhlut. Greiningardeild Íslandsbanka telur að hlutur Exista í hagnaði Sampo verði um 42 milljarðar og fimm milljarðar vegna Kaupþings.

Annað fjármálafyrirtæki mun einnig birta afkomutölur á morgun. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki mun opinber þriggja mánaða tölur. Reiknað er með góðri afkomu.

Það má því búast við góðum degi á íslenskum fjármálamarkaði á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband