Katrín Pétursdóttir (í Lýsi) í stjórn Glitnis

Á hluthafafundi í Glitni banka næstkomandi mánudag verður mikil uppstokkun í stjórn í kjölfar uppstokkunar í hluthafahópi. Tvennt vekur þar sérstaka athygli. Annars vegar að Katrín Pétursdóttir, oftast kennd við Lýsi, tekur þar sæti og hins vegar að hvorki Hannes Smárason né Jón Ásgeir Jóhannesson, gefa kost á sér í stjórn.

Að líkindum var það skynsamleg ákvörðun hjá Jóni Ásgeir og Hannesi að sækjast ekki eftir stjórnarsetu, en Hannes gengur úr stjórninni.

Einar Sveinsson, sem verið hefur formaður stjórnar, síðustu árin, hefur selt sinn hlut og gengur úr stjórn. Því mun nýr maður taka við stjórnarformennsku. Yfirgnæfandi líkur verða að teljast að Skarphéðinn Berg Steinarsson verði fyrir valinu. Hann er raunar stjórnarformaður FL Group, sem aftur er stærsti hluthafinn í Glitni. Skarphéðinn er svo aftur framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Baugi Group.

Ljóst er að margir munu fagna að Katrín hafi ákveðið að taka sæti í stjórn.

Framboðsfrestur til stjórnar er runninn út og því verður sjálfkjörið og mun stjórn bankans því verða þannig skipuð:

Aðalmenn:

Björn Ingi Sveinsson, 261151-2359, Kelduhvammi 12b, 220 Hafnarfirði

Haukur Guðjónsson, 201066-8249, Melgerði 12, 108 Reykjavík

Jón Sigurðsson, 180378-4219, Unnarbraut 17, 170 Seltjarnarnes

Katrín Pétursdóttir, 230562-2109, Bakkavör 40, 170 Seltjarnarnes

Pétur Guðmundarson, 050550-2499, Urriðakvísl 26, 110 Reykjavík

Skarphéðinn Berg Steinarsson, 050763-7819, Melhaga 1, 107 Reykjavík

Þorsteinn M. Jónsson, 180263-3309, Laufásvegi 73, 101 Reykjavík

Varamenn:

Eiríkur S. Jóhannsson, 080268-4839, Dalhúsum 86, 112 Reykjavík

Gunnar Karl Guðmundsson, 141259-2029, Háabergi 25, 221 Hafnarfirði

Jón Björnsson, 160166-5769, Austurbyggð 14, 600 Akureyri

Kristinn Bjarnason, 240364-2209, Álfabergi 8, 221 Hafnarfirði

Kristinn Þór Geirsson, 270766-4989, Mánalind 4, 201 Kópavogi

Paul Richmond Davidson, 170865-2279, Bretlandi

Smári S. Sigurðsson, 030847-3349, Sporðagrunni 1, 104 Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband