Er Margrét Frímannsdóttir á leið í fangelsismálin?

Því hefur verið haldið fram að Margrét Frímannsdóttir kunni að hasla sér völl innan stjórnkerfis fangelsismála. Það vakti athygli að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra skyldi hafa skipað hana formann í nefnd til að gera úttekt á málefnum Litla Hrauns.

Margrét lætur af þingsmannsstöfum nú í vor og ýmsir velta vöngum yfir því, hvort hún hafi hug á að láta að sér kveða á vettvangi fangelsismála.

Nefndin undir forystu Margrétar mun þegar hafa skilað áfangaskýrslu og leggur þar til að byggt verði sérstakt móttökuhús við Litla Hraun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þarf ekki að fara að stækka Litla Hraun?? held það bara. Nær að gera það, því að þegar búið verður að tvöfalda allt austur er ekkert mál að keyra á milli, þá þarf ekki að byggja á Hólmsheiði.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband