Ótrúlegt ósamræmi

Mikið ósamræmi er í niðurstöðum skoðanakannana um fylgi flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Stöð 2 birti í gærkvöldi niðurstöðu könnunar Félagsvísindastofnunar, en ekki kom fram hvenær könnunina var gerð. Könnun Gallup fyrir Sjónvarpið og Morgunblaðið, sem kynnt var fyrir nokkrum dögum, mat fylgi Sjálfstæðisflokksins 42,5% en samkvæmt Félagsvísindastofnun er fylgi flokksins 32,6%. Mismunurinn er 9,9%-stig, hvorki meira né minna.

Svipað er að segja um Vinstri-græna. Fylgið flokksins er 4,4%-stigum meira samkvæmt Félagsvísindastofnun en samkvæmt Gallup. Mismunur á könnunum er sýndur hér í töflu að neðan. 

Stöð2

RUV-MBL

Mis-munur

B

6,7

4,5

2,2

D

32,6

42,5

-9,9

F

6,2

3,9

2,3

I

4,2

5,4

-1,2

S

26,6

24,9

1,7

V

23,2

18,8

4,4

Úrtak í báðum könnunum var 800 manns og svarhlutfall svipað, en þó aðeins skárra hjá Félagsvísindastofnun eða 63%, hafi ég tekið rétt eftir. Könnun Gallup var gerð dagana 15.-19. apríl, en ég hef ekki upplýsingar um hvaða daga Félagsvísindastofnun gerði sína könnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki orðin hætta á að menn ofkanni fylgið og allir verði leiðir?

Ásdís Sigurðardóttir, 26.4.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband