Föstudagur, 27. apríl 2007
Bjarni hættir hjá Glitni - Þorsteinn í Kók verður stjórnarformaður
Samkvæmt heimildum sem ég tel áreiðanlegar mun Bjarni Ármannsson hætta sem forstjóri Glitnis banka á næstunni - hugsanlega strax eftir hluthafafund næsta mánudag. Þessi ákvörðun kemur mjög á óvart, enda ljóst að hún mun leiða til þess að öll helstu matsfyrirtæki heims munu endurskoða lánshæfi og framtíðarhorfur Glitnis í kjölfarið.
Ákvörðun um brotthvarf Bjarna kemur í kjölfar uppskiptingar í hluthafahópi Glitnis fyrir nokkru þegar Milestone og Einar Sveinsson seldu hlutabréf sín í bankanum.
Fram til þessa hefur það þótt ólíklegt að Bjarni færi frá bankanum, ekki síst vegna þess að brotthvarf hans gæti haft neikvæð áhrif á lánshæfismat bankans á erlendum mörkuðum. Þá áhættu virðast menn hins vegar tilbúnir til að taka.
Hluthafafundur verður haldinn hjá Glitni á mánudag og fyrir tveimur dögum hélt ég því fram að líklega yrði Skarðhéðinn Berg Steinarsson, nýr formaður stjórnar. Þetta mun vera rangt hjá mér, þar sem ljóst er að Þorsteinn M. Jónsson, oftast kenndur við Kók (Vífilfell) mun taka við formennsku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Athugasemdir
En hvað mun Bjarni Ármannsson taka sér fyrir hendur ef þetta mun vera rétt hjá þér.
Sveinn Arnarsson, 27.4.2007 kl. 20:03
...og hver verður þá nýr forstjóri?
Haukur Nikulásson, 27.4.2007 kl. 22:11
Bjarni fer bara í langþráð frí með fjölskylduna, hann hefur efni á nokkrum heimsreisum, hef ekki áhyggjur af honum
Ásdís Sigurðardóttir, 27.4.2007 kl. 23:55
Þessi orðrómur hefur gengið undanfarnar vikur, en hvað segja þína"áreiðanlegu heimildir" um hinn hlutann á þeim orðrómi - um sameininguna við FL Group og sölu útibúanetsins?
Púkinn, 28.4.2007 kl. 12:40
Ef rétt er hjá þér fiskisagan,... þá er orsakasamhengið hjá þér rangt. Ef Bjarni hættir(rekinn), þá gæti það leitt til lækkað gengis á Glitnisbréfum. Fjárfestar, hafa kannski minni trú á framtíð Glitnis o.s.f...... Hinsvegar að Bjarni hættir eða verður rekinn, það hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á S&P, Fitch eða Moddy´s.
Birgir Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 00:46
Birgir, þú hlýtur að átta þig á því að þegar breytingar verða munu öll matsfyrirtækin taka til endurskoðunar mat á lánshæfi og framtíðarhorfum Glitnis. Hver niðurstaðan verður er ekki gefið og fer t.d. eftir því hver tekur við, hvernig að skiptunum er staðið o.s.frv.
Óli Björn Kárason, 29.4.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.