Mánudagur, 30. apríl 2007
Jón Sigurðsson sterkur í Kastljósi
Á tímum þegar yfirborðsmennska einkennir stjórnmálin á Vesturlöndum, þar sem útlit og leikrænir hæfileikar ráða mestu, er næstum hressandi að sjá mann í sjónvarpi sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Jón Sigurðsson hefur greinilega ekki sömu trú á ímyndarsérfræðingum og margir kollegar hans.
Í Kastljósi kom Jón fram sem traustur stjórnmálamaður, sem neitar að taka þátt í yfirboðum pólitískra keppinauta. Jón er greinilega vanur að tala hreint út en játa ef hann þekkir ekki viðfangsefnið nægjanlega vel. Vandinn er að honum hættir á stundum til að verða of tæknilegur.
Á undanförnum mánuðum hefur mikið verið rætt um það hvort kjörþokki (orð sem ímyndarsérfræðingar nota) Jóns Sigurðssonar væri nægjanlegur - hvort hann geti náð til kjósenda með sitt alskegg og talanda. Niðurstaðan fæst á kjördag, en eitthvað segir mér að margir kjósendur séu búnir að fá sig sadda af innihaldslitlu hjali sumra keppinauta Jóns. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo virðist sem nokkuð sé að rofa til hjá Framsókn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.