Mánudagur, 30. apríl 2007
Enginn árangur vinstri manna síđasta áriđ
Samkvćmt könnun Gallup í nóvember síđastliđnum var samanlagt fylgi vinstri flokkanna - Samfylkingar og Vinstri grćnna - um 44%. Fyrir réttu ári var samanlagt fylgi flokkanna 46% samkvćmt Gallup.
Glöggur lesandi benti mér á ţessa stađreynd eftir umfjöllun mína um gott fylgi vinstri flokkanna. Ef niđurstađa kosninganna verđa svipađar og nýjasta könnun Gallup bendir til verđur fylgi vinstri aflanna 42,4% og skiptist hnífjafnt. Stjórnmálabarátta flokkanna virđist ţví ekki hafa skilađ öđru en 3,6%-stiga fylgistapi síđasta áriđ.
Árangurinn er ţó misjafn. Samfylkingin, undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, var í maí á liđnu ári, međ 29% fylgi samkvćmt Gallup, en mćlist nú međ 21,2%. Samfylkingin fékk samtals 31% atkvćđa í síđustu kosningum.
Samfylkingin hefur ţví misst nćr 8% fylgi á einu ári. Vinstri grćnir, međ Steingrím J. Sigfússon í fararbroddi, hafa hins vegar bćtt viđ sig liđlega 4% á sama tíma. Vinstri grćnir fengu 8,8% atkvćđa í kosningum fyrir fjórum árum.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.5.2007 kl. 11:16 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.