Landsbankamaður í Glitni

Lárus Welding, forstöðumaður Landsbankans í London, verður arftaki Bjarna Ármannssonar. Þetta kemur fram á visi.is og eru heimildir vefsíðunnar réttar samkvæmt mínum heimildarmönnum.

Eins og ég greindi frá fyrir helgi hefur verið ákveðið að Bjarni Ármannsson hætti sem forstjóri og mun hann snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt heimildum mun það liggja fyrir en ég hef ekki fengið endanlega staðfest í hverju hið nýja verkefni er fólgið, en það mun ekki liggja fjarri fjármálamarkaðinum.

Lárus hefur undanfarin ár verið lykilstarfsmaður Landsbankans og á heiðurinn af árangri bankans í London. Ljóst er að brotthvarf hans er mikill missir fyrir Landsbankann.

Boðaður hefur verið starfsmannafundur í Glitni kl. 16.30 þar sem búist er við að greint verði á þessum breytingum.

 


mbl.is Orðrómur um forstjóraskipti í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband