Ríkið þarf að greiða 54,3 milljónir

Málsvarnarlaun verjenda í Baugsmálinu nema alls 35,1 milljón króna og þarf af þarf ríkissjóður, samkvæmt úrskurði héraðsdóms að greiða 31,2 milljónir króna.

Augljóst er að ekki er allur lögfræðikostnaður sakborninganna tekin með í úrskurði hérðasdóms:

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, er með 15,3 millljónir og þarf af á ríkissjóður að greiða tæpar 13,8 milljónir eða 90%.

Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, er með 11,9 milljónir og þarf af á ríkissjóður að greiða 9,5 milljónir eða 80%.

Brynjar Níelsson, verjandi Jón Gerlands, er með 7,9 milljónir og er allur kostnaðurinn greiddur af ríkissjóði.

Auk þessa er ríkissjóði gert að greiða 90% af ýmsum kostnaði sem Jón Ásgeir á að hafa orðið fyrir eða alls 23,2 milljón af 25,7 milljónum.

Í heild er ríkissjóði því gert að greiða 54,3 milljónir í málsvarnarlaun og kostnað vegna Baugsmálsins.

Á móti eru Tryggvi og Jóns Ásgeir dæmdir til að greiða fimm milljónir í sakarkostnað. Samkvæmt því sem kemur fram á mbl.is er sakarkostnaður saksóknara 55,8 milljónir. 


mbl.is Jón Ásgeir og Tryggvi sakfelldir vegna kreditreiknings frá Nordica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir frólegar upplýsingar Óli Björn. Ein spurning þó vegna þessarar setningar:

„Í heild er ríkissjóði því gert að greiða 54,3 milljónir í málsvarnarlaun og kostnað vegna Baugsmálsins.“

Er kostnaður vegna fyrri ákæruliðanna sem sýknað var í inni í þessari tölu?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 14:23

2 identicon

PS. ÚPPS!  fróðlegar  -  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Óli Björn Kárason

Svarið er nei. Þetta er kostnaður vegna málsins sem nú er í gangi.

Óli Björn Kárason, 3.5.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Kári Sölmundarson

Þetta skiptir engu máli.

Ríkir og fátækir eiga báðir rétt á að verja sig og fá sinn kostnað greiddan.  Ef við förum að setja mælistiku kostnaðar á þetta er þá Lalli Johns einn fárra Íslendinga sem "borgar" sig að kæra.  Kanski við kjósum bara tólfta hvert ár því það er svo dýrt og Framsóknarmenn komast alltaf í Ríkistjórn.

Réttarríki kostar pening!

Kári Sölmundarson, 3.5.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Presturinn

Sæl Arndís, það er alveg kýr skýrt og þá sér í lagi í ljósi þeirra refsingar sem þessir menn hlutu í fyrradag að það var fótur fyrir þessari rannsókn. Láttu ekki blekkja þið með fyrirslætti. Þegar maður gengur inn á kontir til lögreglunnar með sönnunargögn í höndunum um að refsivert brot hafi verið ramið þá hefur lögreglan ekkert val um það að rannsaka og ef líkur eru á broti að rannsókn lokinni hefur ákæruvaldið ekkert val um að ákæra. Það að það hafi komið sektardómur sýnir svo ekki verður um villst að rétt var að rannsaka og ákæra. Það skiptir engun máli hvað það kostar. Réttlætið er dýrt.

Presturinn, 5.5.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband