Föstudagur, 4. maí 2007
Ótrúleg staða í Reykjavík suður
Nýjasta könnun Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, leiðir í ljós ótrúlegan mun á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Munar þar hvorki meira né minna en 11,4%-stigum.
Samkvæmt könnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, þar sem Geir Haarde skipar efsta sætið og Björn Bjarnason annað sætið, ótrúlega sterk. Flokkurinn fengi 48,5% atkvæða, sem verður að teljast með hreinum ólíkindum.
Staðan í Reykjavík norður er ekki með sama hætti en ef marka má könnunina fengi Sjálfstæðisflokkurinn 37,1%. Það sem hlýtur að vera merkilegt er að fylgi flokksins er ekki minna í neinu kjördæmi nema í Norðurausturkjördæmi. Það hefði þótt saga til næsta bæjar að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri meira í Norðvesturkjördæmi en í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú spýtir Guðlaugur Þór og maskína hans í alla lófa!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2007 kl. 22:22
Nú finn ég fyrir því að vera brottfluttur Reykvíkingur. Getur þetta haft eitthvað með íbúasamsetninguna í Reykjavík-norður að gera. Er eins mikið af einbýlishúsavillum Guðlaugs megin? Ég bara spyr eins og ... þið vitið hvað
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 02:02
Er þetta ekki bara munurinn á þessum svæðum. Í síðustu borgarstjórnarkosningum kom til að mynda fram að gríðarlegur munur var á fylgi Framsóknarflokksins í suðri og norðri. Þannig eru flestir sem styðja Framsóknarflokkinn sem eru í Grafarholti og í öðrum nýjum svæðum borgarinnar. Þetta hlýtur að útskýra þennan mun, ekki að einhverjir frambjóðendur standi sig illa.
E.Ólafsson, 5.5.2007 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.