Hagkaup blandar sér í kosningaslaginn

Hagkaup hefur blandað sér í kosningaslaginn með nokkuð afgerandi hætti. Með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem sagt er að verslunin vilji "virkt neytendalýðræði".

Hagkaup spyr: "Vita frambjóðendur til alþingskosninga hvað neytendur vilja?" Vitnað er í könnun Gallup en eingöngu tekið mið af svörum viðskiptavina Hagkaupa. Alls voru tæp 60% viðskiptavina Hagkaupa hlynnt því að leyfa sölu á léttvísi og/eða áfengum bjór í verslunarkeðjunni.

"Leyfum neytendum að ráða," er síðan salgorð keðjunnar.

Nú get ég tekið undir með forráðamönnum Hagkaupa og raunar tel ég eðlilegt að afnema með öllu einkaleyfi ríkisins á sölu áfengra drykkja. En eru það ekki önnur mál sem brenna meira á neytendum en sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum? Frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur skiptit almenning mun meira máli, en hvort hægt sé að kaupa áfengi um leið og lambalærið er sett í innkaupakörfuna.

Það hefði verið miklu nær fyrir forráðamenn Hagkaupa, fyrst þeir ákváðu á annað borð að blanda sér í kosningabaráttuna viku fyrir kosningar, að vekja athygli á mikilvægi frjálsra viðskipta með landbúnaðarvörur. Slíkt hefði raunar verið í anda sögu fyrirtækisins og baráttu Pálma Jónsson fyrir frjálsræði.

hagkaup


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér Óli Björn; forgangsröðin ætti að sjálfsögðu að vera sú að við getum keypt hér matvörur og þá sérstaklega landbúnaðarvörur á sambærilegum kjörum og í löndunum í kringum okkur.   Það er ótrúlegt hvað þessi heimska ætlar að viðgangast lengi hérlendis, sem segir okkur e.t.v. nokkuð um skilvirkni þeirra sem starfa sem almenningsþjónar.   Er með nokkrum hætti hægt að réttlæta það að selja iðnaðarframleiðslu eins og kjúklingabringur á 4-földu verði m.v. t.d. í Danmörku?  

Auðvitað er það líka alvarlegt mál að ekki skuli vera búið að leggja ÁTVR niður ennþá og það að við búum við hæstu áfengisgjöld í heiminum, en fyrir allan almenning skiptir það þó mun minna máli heldur en hitt.

Hvað Hagkaup áhrærir og spurningu þeirra um hvort frambjóðendur í þjónastörf fyrir almenning viti hvað neytendur vilja, þá vaknar sú spurning hjá mér hvort Hagkaup viti almennt hvað neytendur vilja.   Miðað við hvernig fyrirtækið stundar markaðssetningu, þar sem ruslpóstur er allsráðandi, sýnist mér fyrirtækið líta á neytendur sem einn einsleitann hóp, frekar heldur en einstaklinga með mismunandi þarfir.   Og svo hef ég aldrei skilið slagorðið þeirra "Skemmtilegast að versla"; hvað ætli standi að baki því?

Bjarni M. (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband