Vinstri flokkarnir tapa fylgi - Samfylkingin étur af VG

Könnun Gallups, sem Morgunblađiđ birti síđastliđinn föstudag, bendir til ţess ađ ţegar vika er til kosninga muni barátta um hylli kjósenda standa á milli Samfylkingar og vinstri grćnna. Séu tvćr síđustu kannanir Gallup bornar saman, hefur lítillega dregiđ úr samanlögđu fylgi vinstri flokkanna. Fylgistap vinstri grćnna hefur ađ mestu veriđ étiđ upp af Samfylkingunni. 

Kosningabarátta vinstri flokkanna hefur í raun ekki skilađ öđru en ţví ađ fylgiđ hreyfist á milli ţeirra. Vinstri grćnir missa 3,6% fylgi á milli kannana en Samfylkingin bćtir viđ sig 2,3%. Samtals missa vinstri flokkarnir ţví 1,1%.

Af ţessu má draga ţá ályktun ađ möguleikar Samfylkingarinnar ađ ná kjörfylgi sínu viđ síđustu kosningar (31%), liggi fyrst og fremst í ţví ađ ná eyrum ţeirra sem hyggjast leggja vinstri grćnum liđ. Ekki kćmi á óvart ađ baráttan síđustu vikuna fyrir kosningar myndi endurspeglast í nokkrum átökum milli vinstri manna og ţau átök gćtu síđan haft áhrif á vilja ţessara flokka til ađ standa saman ađ myndun ríkisstjórnar, ef sá möguleiki kćmi upp úr kjörkössunum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband