Afhverju kætist Össur?

Satt best að segja er erfitt að átta sig á því afhverju samfylkingar og þá ekki síst Össur Skarphéðinsson, eru kátir með niðurstöðu skoðanakannana þessa dagana. Össur kætist sérstaklega yfir fylginu í Reykjavíkur norður og segir á heimasíðu sinni: "Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að Samfylkingin stefndi yfir 30% í Reykjavík norður og væri farin að glefsa í hæla Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu?"

Fyrir flokk sem hefur verið í stjórnarandstöðu, allt frá stofnun, getur það varla verið sérstakt gleðiefni að tapa töluverðu fylgi á milli kosninga. Verði niðurstaða kosninga í Reykjavík norður (þar sem Össur leiðir lista Samfylkingar), á þá lund sem Gallupkönnun bendir til ,hefur Össur misst 9,2%-stig frá síðustu kosninngum. Þá var Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og Össur varð fyrsti þingmaður kjördæmisins. Síðustu fjögur ár í stjórnarandstöðu hafa því ekki gert annað en minnka fylgi Samfylkingar undir forystu Össurar.

Til að setja þetta í betra samhengi þá jafngildir þetta að Össur hafi misst 25 af hverjum 100 kjósendum sem lögðu honum lið í síðustu kosningum.

Svipað er uppi í Reykjavík suður, þar sem svilkona Össurar og formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún leiðir listann. Svo ég styðjist aftur við sömu könnun og Össur kætist svo mjög yfir, minnkar fylgið um 10,1%-stig frá liðnum kosningum, en þá leiddi Jóhanna Sigurðardóttir lista flokksins í kjördæminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklegasta skýringin á kæti Össurar finnst mér að hljóti að vera sú að hann notar annað viðmið heldur en fram kemur í blogginu þínu  og það er nú dáldið ótuktarlegt að vera að skemma partýið strax með svona illa útlítandi tölfræði   

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Óli Björn Kárason

Félagi Össur hefur nú fengið fastari högg og þyngri en þetta og staðið uppi. En svona er Skagfirðingurinn í mér - skemmir partýið, ef honum er ekki boðið.

Óli Björn Kárason, 5.5.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband