Sunnudagur, 6. maí 2007
Breskir fjölmiðlar gera lítið úr sakfellingu Jóns Ásgeirs
Ekki verður betur séð en að breskir fjölmiðlar geri fremur lítið úr niðurstöðu héraðsdóms þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var sakfelldur í einum ákærulið. Flestir fjölmiðlarnir benda á að Jón Ásgeir, sem þykir einn áhrifamesti einstaklingurinn í verslun á Bretlandseyjum, hafi í upphafi verið ákærður í yfir 40 liðum, en annað hvort hafi þeim verið vísað frá dómi eða að hann hafi verið fundinn saklaus.
Fjölmiðlar benda allir á að þegar húsrannsókn var gerð í höfuðstöðvum Baugs árið 2002 hafi félagið verið í alvarlegum viðskiptaviðræðum um Arcadia og Somerfield, en þær hafi farið út um þúfur vegna rannsóknarinnar.
Financial Times virðist gera einna best skil á Baugsmálinu en þar segir meðal annars:
"Of an original 40 charges, Mr Jóhannesson has been acquitted or found not guilty on all but one. He has claimed the investigation was politically motivated at the instigation of the Icelandic government, a charge that has been denied, and he said in 2005 that there was "no chance in hell" that he would go to jail."
Sunday Herald, sem gefið er út í Skotlandi, fjallar um niðurstöðu Héraðsdóms, í yfirlit vikunnar og gerir fremur lítið úr málinu. Segir Jón Ásgeir nú loksins "clean as a wistle". Blaðið segir orðrétt:
"So the Icelandic saga draws to a close, and Baugur's Jon Asgeir Johannesson receives a three-month suspended sentence for false accounting from a Reykjavik court. What a scandal, you would think, given that this man has a hand in Debenhams, Miss Selfridge, Karen Millen, Woolworths and Somerfield. But a bit of ropey bookkeeping isn't the half of it - this was the man facing 40 charges including embezzlement; he accused the political establishment of conducting a witch-hunt, the charges derailed his bids for Arcadia and Somerfield. This was hot stuff bubbling up from the geysers. But charge after charge fell away and a £300,000 credit invoice is the only thing that stood up against the be-mulleted retail whizz kid. The name Jon Asgeir Johannesson might be hard to say, but it's finally clean as a whistle."
Skoska dagblaðið Evening News segir Jón Ásgeir hafi verið fundinn sekur í einu tæknilegu atriði.
Breski netfréttamiðilinn expressandstar.com fjallar um sakfellingu Jóns Ásgeirs og gerir ekki mikið úr.
The Sunday Times segir lítillega frá:
"BAUGUR said this weekend it was very confident of winning a supreme court appeal in Iceland after its chief executive was handed a three-month suspended sentence for false accounting. The Icelandic investment group, which owns several British retailers, including Karen Millen and Hamleys, said it was standing by Jon Asgeir Johannesson.
Gunnar Sigurdsson, managing director of UK investments, told The Sunday Times the conviction was very disappointing but insisted the company was optimistic about reversing the verdict in Reykjavik."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Og hvað Óli Björn?
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:19
Og það Jónína að það er frekar greinilegt að þetta voru nornaveiðar knúðar áfram af öfundsýki Kolkrabbans.
Högni Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:24
Mikið hefur lygaþvælan úr Baugsmaskínunni gengið vel í ykkur.
Rannsóknin hafði næstum ekkert með slit viðræðna um Arcadia að gera. Það voru lygarnar úr JÁJ sem rústuðu þeim. Hlustiði bara á Green frá þeim tíma. Hann vildi ekki vinna með mönnum sem ekki segðu sér satt. Og lái honum hver sem vill. Hann þurfti bara ekkert á JÁJ að halda og gat þess vegna staðið við sín prinsipp. Sem er meira en hægt er að segja um marga þá sem nú halla sér fram fyrir Baugsmenn.
minnugur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 19:18
Takk fyrir gott rapport ÓLi Björn. Ánægjuleg tilbreyting að lesa málefnanlega umfjöllun um þetta mál. Það besta við þetta rapport þitt er að þessar tilvitnanir veita góða innsýn inn í það hversu ólík viðhorfin eru úti í hinum stóra viðskiptaheimi því sem einkennir litla hreppasamfélagið sem við lifum í. Sumt af því sem maður les á blogginu um þetta mál er með hreinum ólíkindum, manni fallast bara hendur og það eina sem kemur upp í hugann er hvað það hljóti að vera erfitt að burðast með alla þessa heift allan daginn, alla daga.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.