Mánudagur, 7. maí 2007
Steingrími fatast flugið
Könnun Gallups bendir til að traust kjósenda á Steingrím J. Sigfússon sé í frjálsu falli. Minnkandi traust endurspeglar minnkandi fylgi vinstri grænna samkvæmt könnunum Gallups en í síðustu könnun var fylgi flokksins 17,6% og minnkaði um 3,6% á milli kannana.
Um 14,6% kjósenda segjast treysta Steingrími J. Sigfússyni best allra stjórnmálamanna eða 3%-stigum færri en segjast ætla að kjósa vinstri græna. Hafa ber þó í huga að kannanirnar eru ekki teknar á sama tíma.
Enn athyglisverðara er að þrátt fyrir nokkra fylgisaukningu á undanförnum vikum fjölgar þeim ekki sem segjast bera mest traust til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Munurinn á fylgi Samfylkingarinnar og þeirra sem bera mest traust á Ingibjörgu Sólrúnu er 6,5%-stig.
Þessu er hins vegar öfugt farið hjá Geir H. Haarde. Traust til hans hefur vaxið á undanförnum vikum og nær 14%-stigum fleiri segjast bera mest traust til Geirs, en ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum.
Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. hljóta að spyrja sjálfa sig að því hvernig Geir fari að þessu.
Kjósendur bera aukið traust til Geirs H. Haarde | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.