Steingrími fatast flugið

Könnun Gallups bendir til að traust kjósenda á Steingrím J. Sigfússon sé í frjálsu falli. Minnkandi traust endurspeglar minnkandi fylgi vinstri grænna samkvæmt könnunum Gallups en í síðustu könnun var fylgi flokksins 17,6% og minnkaði um 3,6% á milli kannana.

Um 14,6% kjósenda segjast treysta Steingrími J. Sigfússyni best allra stjórnmálamanna eða 3%-stigum færri en segjast ætla að kjósa vinstri græna. Hafa ber þó í huga að kannanirnar eru ekki teknar á sama tíma.

Enn athyglisverðara er að þrátt fyrir nokkra fylgisaukningu á undanförnum vikum fjölgar þeim ekki sem segjast bera mest traust til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Munurinn á fylgi Samfylkingarinnar og þeirra sem bera mest traust á Ingibjörgu Sólrúnu er 6,5%-stig.

Þessu er hins vegar öfugt farið hjá Geir H. Haarde. Traust til hans hefur vaxið á undanförnum vikum og nær 14%-stigum fleiri segjast bera mest traust til Geirs, en ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum.

Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. hljóta að spyrja sjálfa sig að því hvernig Geir fari að þessu.


mbl.is Kjósendur bera aukið traust til Geirs H. Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband