Mánudagur, 7. maí 2007
Mogginn búinn að vinna fasteignastríðið við Fréttablaðið
Morgunblaðið er búið að vinna stríðið um fasteignaauglýsingar. Þar með er ljóst að blaðinu hefur tekist að verja eitt helsta vígi sitt og mikilvæga tekjulind. Fyrir nokkrum misserum hefðu fáir spáð Mogganum sigri í harðri samkeppni við Fréttablaðið á þessum markaði.
Ég hef tvisvar á síðustu vikum vakið athygli á því að svo virðist sem Morgunblaðið sé að ná yfirhöndinni á markaði fasteignaauglýsinga. Mánudagar eru útgáfudagar fasteignablaða Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Fasteignablað Fréttablaðsins er fjórblöðungur (svona líkt og Alþýðublaðið var undir það síðasta og sagt að kæmist í eldspýtnastokk). Morgunblaðið er stútfullt 64 síðna blað.
Heimildir sem teljast traustar halda því fram að þetta sé í síðasta skipti sem Fréttablaðið komi út með sérstakt fasteignablað, enda varla hægt að tala um það sem sérstakt blað. Morgunblaðið mun vera búið að ganga frá samningum við alla eða nær alla fasteignasala landsins og þar á meðal ReMax keðjuna, sem gefið hefur út nokkuð stórt aukablað á hverjum sunnudegi með Fréttablaðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Athugasemdir
....vinsamlegast útskýrið hvernig þeir moggamenn fóru að því að tryggja sér svona samninga ? hvað er fréttablaðið að hugsa eiginlega ???
enginn smá tekjulind þar á ferð.....hvaða dílar eru eiginlega í boði ?
Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 10:29
Það sem ég held að hafi skipt sköpum í þessu er að mánudagarnir eru einfaldlega miklu sterkari heldur en sunnudagar. Fólk flettir á sunnudögum og skoðar, hringir væntanlega ekki mikið þá í sölurnar enda heilagur frídagur samkvæmt biblíunni.
Verður spennandi að vita hvað Re-max fæðubótarsölukeðjan gerir, koma þeir yfir í moggann eða gefa þeir út sitt eigið blað
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 21:38
Heyrðu Svavaar , þú þarft að lesa Biblíuna aðeins betur. Það er Laugardagurinn, sjöundi dagurinn í vikunni sem er hinn helgi dagur. Það var Páfagarður og R´´omakeisaraveldið sem fengu menn til að skipta.
Siggi (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 00:45
Ég reyndar skil ekki hver skoðar þessi fasteignablöð. Var að ganga frá íbúðakaupum og notaðist einungis við habil.is og fasteignavefinn á mbl til að finna mína íbúð.
Björn (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.