Það þurfa fleiri að neita að skerða hár sitt

Mikið er ég feginn að Hjálmar H. Ragnarsson skuli hafa ákveðið að fara í klippingu og mikið er ég glaður yfir því að helstu fjölmiðlar landsins skuli hafa greint mér og öðrum landsmönnum frá klippingunni. Kastljós og Ísland í dag hljóta að hafa tekið þennan merka viðburð upp og Mogginn mun án efa sýna okkur hina nýju klippingu.

Þeir sem berjast fyrir framgangi ákveðinna mála hafa fundið nýja aðferð í baráttu sinni. Nú neita menn einfaldlega að skerða hár sitt (og auðvitað hefði Hjálmar átt að hætta að raka sig einnig). Þessi nýja aðferð ætti að blása mörgum von í brjóst. Þetta er auðvitað miklu skynsamlegra en að marsera um götur með kröfuspjöld og borða.

Nú legg ég til að eftirtaldir neiti að skerða hár sitt fyrr en þeir fá úrlausn sinna mála:

  • Íslenskir neytendur, þangað til verslun með landbúnaðarvörur verður gefin frjáls.
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þangað til kjósendur veita henni brautargengi í ríkisstjórn.
  • Eggert Magnússon, þangað til West Ham hefur tryggt sé Englandsmeistaratitilinn.
  • Eiríkur Hauksson, þangað til Ísland vinnur Evróvisjón.
  • Húsvíkingar, þangað til ákvörðun um álver hefur verið tekin.
  • Davíð Oddsson, þangað til Seðlabankanum tekst að lækka stýrivexti.
  • Kristján Loftsson, þangað til Bandaríkjamenn viðurkenna hvalveiðar.
  • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þangað til Reykjavík er aftur orðin hrein borg.

mbl.is Hjálmar fór í klippingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

1. Já ok

2. Megi þeir sem það gera verða síðskeggjuðustu/hærðustu menn/konur veraldar

3. Verst að Eggerti vex ekki hár lengur.

4. Hverjum er ekki sama ?

5. Ætli þeir verði nokkuð svo síðir ?

6. Dabbi kallin.............jæja..........varla.

7. Bíddu...........er hann ekki orðinn asskoti síður hvort eð er ?

8. Hann getur náttúrulega bara skipt um hárkollu.

Ívar Jón Arnarson, 8.5.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband