Þriðjudagur, 8. maí 2007
Þetta er engin yfirlýsing ...
Kristinn Pétursson, fiskverkandi og fyrrum þingmaður frá Bakkafirði, gerir skemmtilega athugsemd við umfjöllun mína um Valgerðir Sverrisdóttur og yfirlýsingu hennar um þátttöku Framsóknarflokksins í ríkisstjórn.
Kristinn segir:
"Þegar Steingrímur Hermannsson var hættur sem forsætisráðherra og tekinn við sem untaríkisráðherra í ríkisstjórns Þorsteins Pálssonar í den, -fór Þorsteinn í opinberum erndagjörðum til USA í nokkra daga.
Steingrímur fann að þessu og lét hafa eftir sér í DV "að það vantaði verkstjórann" - hann ætti eð vera "heima og leysa vandamálin" en ekki vera á flakki í útlöndum"...
Fréttamaður Sjónvarps tók Steingrím í viðtal af þessu tilefni og spurði hann hvort þetta væri viðeigandi að vera með svona yfirlýsingar þar sem hann hefði líka oft þurft að fara erlendis í opinberum erindum sem forsætisráðherra. Það stóð ekki á svarinu hjá Steingrími sem svaraði:
"Þetta var engin yfirlýsing, - ég sagði þetta í viðtali"......
Snillíííngur hann Steingrímur...... Nú er Valgerður utanríkisráðherra - en spurning er hvort hún er jafn snjöll í "yfirlýsingum".....?"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.