Þriðjudagur, 8. maí 2007
Lóð undir fjölbýli kostar 17 milljónir á Seltjarnarnesi
Lóðakostnaður vegna íbúðabyggingar á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi verður um 16-17 milljónir króna, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Nesfrétta - fréttablaði okkar Seltirninga. Mun þetta vera hæsta lóðaverð í fjölbýli sem um getur hér á landi.
Fasteignaverð hefur lengi verið hátt á Seltjarnarnesi, sem hefur sína kosti og galla. Nesfréttir telja að íbúðir á Hrólfsskálamel muni kosta 40-60 milljónir króna að meðaltali þegar upp er staðið en það eru Íslenskir aðalverktakar sem byggja. Gert er ráð fyrir 80 íbúðum.
Í Nesfréttum er einnig sagt frá því að nú hafi verið ákveðið að rífa Marbakka, hús á sjávarlóð. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður og aðaleigandi Brims hf., keypti húsið fyrir nokkru á 90 milljónir króna. Ætlun Guðmundar er að byggja 500-600 fermetra hús í stað hins gamla. Miðað við kostnað við niðurrif trúi ég að lóðakostnaður verði því um eða yfir 100 milljónir króna.
Annað dæmi af Seltjarnarnesi er þegar Jón Halldórsson hæstaréttarlögmaður (sonur Halldórs H. Jónssonar heitins), keypti þekkt einbýlishús við Sæbraut á Seltjarnarnesi (sjávarlóð) fyrir 100 milljónir króna og lét rífa. Nú standa yfir framkvæmdir við byggingu á nýju húsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá, þetta eru mörg núll
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.