DV afskrifar Guðjón Arnar og Ómar

DV kom inn um lúguna hjá mér í morgun og líklega flestum á höfuðborgarsvæðinu. Í blaðinu er snaggaraleg úttekt á kosningunum á laugardaginn. Ég fæ hins vegar ekki betur séð en að ritstjórn DV hafi tekið þá ákvörðun að afskrifa Guðjón Arnar Kristjánsson og Ómar Ragnarsson, formenn minnstu flokkana, samkvæmt skoðanakönnunum.

Forsíða DV er samsett úr fjórum myndum af jafnmörgum flokksformönnum: Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon. Guðjón Arnar og Ómar fá ekki að vera með. Fyrirsögnin er kræsileg: UPPGJÖRIÐ.

Kannski hefur forsíða DV forspárgildi fyrir laugardaginn eða hún lýsir viðhorfum ritstjórnar blaðsins til frjálslyndra og Íslandshreyfingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snaggaraleg úttekt á kosningunum? Ég sá bara eina allsherjar aðför að stjórnarflokkunum með þvílíkum stríðsfyrirsögnum um ástandið undanfarin 4 ár að maður undrast að draga yfirleitt andann. Játa þó að ég komst að þessari niðurstöðu með 1-2 mín flettingu. Ég hef alltaf fagnað Fréttablaðinu og Blaðinu inn um lúguna og les öll blöðin á degi hverjum. En DV vil ég vera laus við.

Gústaf (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Maria Elvira Méndez Pinedo

Mer finnst svo sárt að sjá að DV hefur tekið ákvörðun að afskrifa þessi formenn. Er DV að stjórna þetta?

Og hvað ma ég segja? Ég a engan trú í DV, mér finnst þau eru bara versta "yellow press" eða "tabloid" sem er til á Islandi.

Bestu kveðjur og takk fyrir blog

Elvira

Maria Elvira Méndez Pinedo, 9.5.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Tek undir með Gústafi, þetta var leiðinleg og einsleit lesning. Uppgjör hvað? Áróður já, ekki uppgjör. Það var ekki gert upp við neina nema stjórnarflokkana og þá einungis það sem "blaðamennirnir" töldu neikvætt og ömurlegt. Ekkert jákvætt (að þeirra mati) í uppgjörinu.

Ömurlegur snepill. Það fyndna var að sjá heilsíðuauglýsingu á bls. 3 um áskrift að blaðinu. Þess vegna kom það inn um lúguna, því ekki bað ég um það. 

Sigurjón Sveinsson, 9.5.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband