Miðvikudagur, 9. maí 2007
Skattar lækkaðir á Seltjarnarnesi
Bæjarstjórn Seltjarnarness, undir stjórn Jónmundar Guðmarssonar, hefur ákveðið að lækka enn frekar skatta á íbúa bæjarins.
Samkvæmt tillögu sjálfstæðismanna verður fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði árið 2008 lækkaður úr 0,24% í 0,20%. Vatnsskattur verður lækkaður úr 0,13% í 0,10% og fráveitugjald verður 0,097% af fasteignamati.
Útsvar verður einnig lækkað á komandi ári og verður 12,10% í stað 12,35%.
Fjárhagsstaða Seltjarnarness er sterk enda hefur aðhaldssemi verið talin þar dyggð. Mættu fleiri sveitarfélög taka sér það til fyrirmyndar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.