Hvert er raunverulegt fylgi Framsóknarflokksins?

Gallup telur að fylgi Framsóknarflokksins sé 14,2%. Félagsvísindastofnun metur fylgi flokksins 8,6%. Spurningin er hvor könnunin gefur réttari mynd af stöðu Framsóknarflokksins, en munurinn er 6%-stig.

Svarið er að líklega gefa báðar kannanirnar þokkalega góða mynd af fylgi Framsóknarflokksins. Þegar tekið er tilliti til tveggja þátta, sem skipta máli þegar skoðanakannanir eru metnar, er líklegt að  munurinn sé ekki jafnmikill og virðist við fyrstu sýn. Ef litið er til skekkjumarka í báðum könnunum er ekki ólíklegt að munurinn sé ekki nema 1-2%stig, þó hann geti einnig verið mun meiri. En það sem kann að skipta mestu er hvenær kannanirnar voru gerðar.

Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð á fimmtudag og föstudag í síðustu viku, og síðasta mánudag og þriðjudag. Könnun Gallup var gerð á mánudag og þriðjudag. Mikill munur á mældu fylgi framsóknarmanna liggur því að líkindum að stórum hluta í því að ekki er verið að mæla á sama tíma, nema að hluta. En eitt virðist þó vera óhætt að fullyrða; Framsóknarflokkurinn er að bæta við sig fylgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sagan segir okkur það að Framsókn sækir alltaf í sig veðrið á lokasprettinum og flokkurinn mælist yfirleitt lægri í skoðanakönnunum en í kosningum.  Ég býst því fastlega við að hann muni ná yfir 14% í þessum kosningum.  Annað yrði líka gríðarlegt afhroð fyrir Frammara........

Sigfús Þ. Sigmundsson, 10.5.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Framsóknarflokkurinn hefur ávallt náð upp stemningu fyrir kosningarnar og þannig náð fylgi unga fólksins sem erfitt er áð ná í með skoðanakönnunum.

Nú er ekki slíku til að dreyfa. Engin stemning er hjá Framsókn og unga fólkið mun ekki kjósa Framsókn að þessu sinni.

Tel margt benda til að átt hafi verið við niðurstöður skoðanakönnunar Gallups til að hjálpa Framsókn á lokasprettinum til að ná upp stemningu.

 Allavega þarfnast þessi könnun skýringa.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 10.5.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Kristján!

Mikil stemming hjá Framsóknarflokknum og merkilegt nokk er unga fólkið að koma með í baráttuna. Svo held ég að þú ættir að  reyna útskýra betur þetta með átölur þínar á skoðunarkönnunina. Það er nú þannig að ekki þarf könnun að vera röng þó að niðurstaðan sé ekki að skapi. Ekki hafa Framsóknarmenn verið að halda slíku fram þó að kannanir hafi sýnt óviðunandi útkomu fyrir flokkinn.  Finnst þú ráðast ansi harkalega á Gallup með þessum dylgjum þínum.

Jóhann Rúnar Pálsson, 10.5.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Óli Björn Kárason

Jóhann Rúnar. Þú lest eitthvað vitlaust í það sem ég skrifa. Ég er ekki að halda því fram að kannanirnar séu rangar, þvert á móti. Segi raunar að þær gefi þokkalega mynd af stöðu Framsóknar. Í niðurlagi  fullyrði ég að Framsókn sé í sókn.

Óli Björn Kárason, 10.5.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Það verður afar ánægjulegt ef Framsókn bíður afhroð í kostningunum.  Einasta sérstaða flokksins lýtur að spillingu hans og siðleysi! Annað rúmast algerlega í flóru annarra flokka. Ísland yrði betra land án Framsóknar ;-) 

Jónas Rafnar Ingason, 10.5.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband